Líkur á að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 13:32 "En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf," segir Grétar Eyþórsson. vísir/anton/gva Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53