Vill verða forsætisráðherra á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins en eins og flestum er í fersku minni sagði hann af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl vegna tengsla sinna við aflandsfélagið Wintris sem er í eigu konu hans. Sigmundur var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Þar var hann spurður hvort hann hefði velt því fyrir sér að hætta í stjórnmálum. „Nei, ég myndi nú ekki taka svo djúpt í árinni en auðvitað er maður alltaf sem stjórnmálamaður, ekki bara þegar það verða svona atburðir eins og urðu hérna nýverið, maður er alltaf að velta fyrir sér hversu lengi maður vill halda áfram í þessu og hvort að pólitík sé besta leiðin til að hafa áhrif,“ sagði Sigmundur.„Ég væri ekki að halda áfram í pólitík nema ég vildi auðvitað hafa sem mest áhrif“ Þá var hann spurður hvort að því hvort hann væri til í að verða forsætisráðherra á ný og mátti ekki skilja svar hans á annan veg en þann að hann sé til í það: „Ég væri ekki að halda áfram í pólitík nema ég vildi auðvitað hafa sem mest áhrif og maður hefur mikil áhrif sem forsætisráðherra. En grundvallarprinsippið hjá mér, forsendan hefur alltaf verið sú að halda áfram í pólitík á meðan ég tel að ég geti látið gott af mér leiða, ég sé með hugmyndir og lausnir sem að skipti máli og sú er svo sannarlega staðan núna.“ Eins og greint hefur verið frá hefur Sigmundur hug á því að leiða Framsóknarflokkinn áfram sem formaður hans. Það er þó langt því frá öruggt að hann hafi stuðning í það embætti en í Fréttablaðinu í dag er meðal annars rætt við þá Stefán Boga Sævarsson, oddvita Framsóknar í Fljótsdalshéraði, og Guðmund Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri, en framsóknarmenn þar í bæ fóru fram á „tafarlausa afsögn“ Sigmundar sem forsætisráðherra vegna Wintris.Segist hafa rætt ákvörðun sína við forystumenn í flokknum „Það kemur á óvart að yfirlýsing um framboð kemur áður en hann er búinn að ræða við flokksmenn,“ er haft eftir Stefáni Boga í Fréttablaðinu í dag um þá ákvörðun Sigmundar að halda áfram í stjórnmálum. Í Eyjunni í gær var Sigmundur spurður að því hvort að hann hefði rætt þessa ákvörðun sína við forystumenn í flokknum. „Já, já, ég hef gert það,“ svaraði hann og bætti við: „Ég tel nú að forystumenn flokksins hafi gert sér grein fyrir því frá því að ég kynnti þessa ákvörðun um að stíga til hliðar. Hvað varðar stuðninginn þá ætla ég ekki að fullyrða að ég hafi 98,2 prósenta stuðning eins og síðast en ég tel þó að Framsóknarflokkurinn hafi gengið í gegnum býsna mikið á undanförnum árum. Við höfum gert það saman, ég og flokkurinn, og tekist á við þetta í sameiningu. Hnn er vanur því flokurinn og flokksmenn að það gusti um hann og forystumenn hans og ég held að flestir Framsónknarmenn láti þetssa atburðarás ekkis lá sig út af laginu.“ Sigmundur Davíð sagði síðan að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn myndi ekki vilja að það yrði ljóst að „aðferðir eins og þessi virki til að fella forystumenn hans eða hann.“Segir lítinn hóp fólks standa fyrir hatursorðræðu gegn sér Þá var Sigmundur spurður út í forsetaframboð Davíðs Oddssonar og hvort hann teldi að hann ætti möguleika á því að ná kjöri. Sigmundur sagði augljóslega á brattann að sækja fyrir Davíð en að hlutirnir geti gerst hratt í íslenskri pólitík. Hann svaraði því síðan ekki beint hvort hann hefði verið í einhverju sambandi við Davíð um forsetaframboð hans en sagði meðal annars: „En mér finnst þó margt virðingarvert í því hvernig hann hefur haldið á málum og ég held það megi að ég hafi fengið aukinn skilning á stöðu hans hafandi sjálfur upplifað það, reyndar að miklu leyti sama fólkið sem er nú svolítið takmarkaður hópur sem hefur þó mikil áhrif á umræðuna er tilbúið að ganga ótrúlega langt í því sem ekki er hægt að kalla annað en hatursorðræðu sem oft er lítill fótur fyrir og tekur ákveðna menn fyrir og sér bara svart ef þeir eru nefndir á nafn. Þannig að ég hef fengið aukinn skilning á því sem hann hefur mátt þola.“ Sigmundur sagði jafnframt að hann telji að það hafi verið gæfa að maður eins og Davíð hafi verið í aðstöðu til að hafa áhrif þegar stór áföll dundu á þjóðinni: „Því embættismenn eins góðir og þeir nú eru á margan hátt eru í eðli sínu varfærnir, þeir eiga að vera það, en stundum þegar mikið liggur við þá þarf einhvern sem er óhræddur við að taka stórar ákvarðanir.“Sjá má viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins en eins og flestum er í fersku minni sagði hann af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl vegna tengsla sinna við aflandsfélagið Wintris sem er í eigu konu hans. Sigmundur var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Þar var hann spurður hvort hann hefði velt því fyrir sér að hætta í stjórnmálum. „Nei, ég myndi nú ekki taka svo djúpt í árinni en auðvitað er maður alltaf sem stjórnmálamaður, ekki bara þegar það verða svona atburðir eins og urðu hérna nýverið, maður er alltaf að velta fyrir sér hversu lengi maður vill halda áfram í þessu og hvort að pólitík sé besta leiðin til að hafa áhrif,“ sagði Sigmundur.„Ég væri ekki að halda áfram í pólitík nema ég vildi auðvitað hafa sem mest áhrif“ Þá var hann spurður hvort að því hvort hann væri til í að verða forsætisráðherra á ný og mátti ekki skilja svar hans á annan veg en þann að hann sé til í það: „Ég væri ekki að halda áfram í pólitík nema ég vildi auðvitað hafa sem mest áhrif og maður hefur mikil áhrif sem forsætisráðherra. En grundvallarprinsippið hjá mér, forsendan hefur alltaf verið sú að halda áfram í pólitík á meðan ég tel að ég geti látið gott af mér leiða, ég sé með hugmyndir og lausnir sem að skipti máli og sú er svo sannarlega staðan núna.“ Eins og greint hefur verið frá hefur Sigmundur hug á því að leiða Framsóknarflokkinn áfram sem formaður hans. Það er þó langt því frá öruggt að hann hafi stuðning í það embætti en í Fréttablaðinu í dag er meðal annars rætt við þá Stefán Boga Sævarsson, oddvita Framsóknar í Fljótsdalshéraði, og Guðmund Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri, en framsóknarmenn þar í bæ fóru fram á „tafarlausa afsögn“ Sigmundar sem forsætisráðherra vegna Wintris.Segist hafa rætt ákvörðun sína við forystumenn í flokknum „Það kemur á óvart að yfirlýsing um framboð kemur áður en hann er búinn að ræða við flokksmenn,“ er haft eftir Stefáni Boga í Fréttablaðinu í dag um þá ákvörðun Sigmundar að halda áfram í stjórnmálum. Í Eyjunni í gær var Sigmundur spurður að því hvort að hann hefði rætt þessa ákvörðun sína við forystumenn í flokknum. „Já, já, ég hef gert það,“ svaraði hann og bætti við: „Ég tel nú að forystumenn flokksins hafi gert sér grein fyrir því frá því að ég kynnti þessa ákvörðun um að stíga til hliðar. Hvað varðar stuðninginn þá ætla ég ekki að fullyrða að ég hafi 98,2 prósenta stuðning eins og síðast en ég tel þó að Framsóknarflokkurinn hafi gengið í gegnum býsna mikið á undanförnum árum. Við höfum gert það saman, ég og flokkurinn, og tekist á við þetta í sameiningu. Hnn er vanur því flokurinn og flokksmenn að það gusti um hann og forystumenn hans og ég held að flestir Framsónknarmenn láti þetssa atburðarás ekkis lá sig út af laginu.“ Sigmundur Davíð sagði síðan að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn myndi ekki vilja að það yrði ljóst að „aðferðir eins og þessi virki til að fella forystumenn hans eða hann.“Segir lítinn hóp fólks standa fyrir hatursorðræðu gegn sér Þá var Sigmundur spurður út í forsetaframboð Davíðs Oddssonar og hvort hann teldi að hann ætti möguleika á því að ná kjöri. Sigmundur sagði augljóslega á brattann að sækja fyrir Davíð en að hlutirnir geti gerst hratt í íslenskri pólitík. Hann svaraði því síðan ekki beint hvort hann hefði verið í einhverju sambandi við Davíð um forsetaframboð hans en sagði meðal annars: „En mér finnst þó margt virðingarvert í því hvernig hann hefur haldið á málum og ég held það megi að ég hafi fengið aukinn skilning á stöðu hans hafandi sjálfur upplifað það, reyndar að miklu leyti sama fólkið sem er nú svolítið takmarkaður hópur sem hefur þó mikil áhrif á umræðuna er tilbúið að ganga ótrúlega langt í því sem ekki er hægt að kalla annað en hatursorðræðu sem oft er lítill fótur fyrir og tekur ákveðna menn fyrir og sér bara svart ef þeir eru nefndir á nafn. Þannig að ég hef fengið aukinn skilning á því sem hann hefur mátt þola.“ Sigmundur sagði jafnframt að hann telji að það hafi verið gæfa að maður eins og Davíð hafi verið í aðstöðu til að hafa áhrif þegar stór áföll dundu á þjóðinni: „Því embættismenn eins góðir og þeir nú eru á margan hátt eru í eðli sínu varfærnir, þeir eiga að vera það, en stundum þegar mikið liggur við þá þarf einhvern sem er óhræddur við að taka stórar ákvarðanir.“Sjá má viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15
Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53