Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir er vongóð um að hægt verði að vinna hratt næstu daga. vísir/eyþór Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þingflokkur Pírata mun setja fram tillögu í grasrót flokksins í lok vikunnar um að slaka á kröfum um að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn á sama tíma. Þingflokkurinn stendur allur á bak við þá tillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir flokka ekki geta sagt öðrum flokkum hvernig þeir skipa ráðherra í ríkisstjórn. Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn og VG hafa skipað fulltrúa sína í hópa sem skipta með sér verkum í vikunni. Segja má að með því séu stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar formlegar. „Hóparnir munu vinna næstu daga og í þeirri vinnu mun koma í ljós hvort af þessu samstarfi geti orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Auðvitað er það þannig að aðstæður í pólitíkinni eru þannig að nokkur óvissa ríkir og því þurfum við að halda vel á spöðunum framundan. Þetta er ekki eins og þegar tveir flokkar settust niður eftir kosningar og mynduðu ríkisstjórn.“ Formenn allra flokkanna fimm eru sammála um að gott andrúmsloft hafi verið á fundum helgarinnar þar sem menn hafi almennt verið lausnamiðaðir og vel hafi gengið að ræða hin ýmsu mál. Þó sé það enn í stefnu Pírata að flokkurinn setjist ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar séu einnig þingmenn. Þessi stefna þeirra kann að breytast á næstu dögum sem fyrr segir. „Það er mín skoðun að flokkar geti ekki sett hverjir öðrum svona skilyrði, það er bara þannig,“ segir Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00