„Af hverju kemur ekki einhver?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2016 13:18 Karl Olgeir og Sigríður Eyrún ræða málin í Kastljósi kvöldsins. Þar munu fulltrúar Landspítalans sömuleiðis sitja fyrir svörum. Vísir/Stefán Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“ Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Stikla úr þættinum var spiluð í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sigríður Eyrún og Karl lýsa því hvernig fæðingin hafi gengið illa, erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð læknis auk annarra óeðlilegra hluta sem komu upp á fæðingardeildinni. „Þau eru að láta mig fara í alls konar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ segir Sigríður Eyrún. „Af hverju kemur ekki einhver?“ Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelm Læknir í næsta herbergi Aldrei hafi komið sérfræðingur til að meta stöðuna. Þó hafi verið læknir í næsta herbergi. „Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, einhvers staðar þar sem var ekki hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi. Það var aldrei kallað á hann.“ Karl segist hafa átt von á að læknirinn kæmi hvað og hverju. Hins vegar hafi hann aldrei látið sjá sig. Ástandið hafi orðið mjög alvarlegt og mikil óvissa ríkt. „Það er eins og það verði vaxandi fát, meiri hraði á öllu. Ljósmæðurnar eiga erfitt með að skrúfa skrúfurnar rétt og ná lokinu af. Vírinn er að detta af fósturritanum. Á einum tímapunkti taka þær eftir því að hann er ekki tengdur,“ segir Karl. Fleiri hlutir hafi ekki virkað traustvekjandi. Vaktaskipti voru hjá ljósmæðrum á þeim tíma sem fæðingin stóð yfir. Sú sem mætti á vaktina hafi fljótlega séð að ekki var allt í lagi. Klukkustund síðar var drengurinn látinn.Fulltrúar Landspítalans sitja fyrir svörum í Kastljósi í kvöld en haft er eftir þeim að málið sé það alvarlegasta sem upp hafi komið á spítalanumMistök í fæðingu á Akranesi Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Líkt og Sigrún og Karl gekk fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn.Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin.Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins.Hlédís tengir greinilega við frásögn Sigríðar og Karls og tjáir sig um málið á Facebook.„Mistök eru og verða alltaf hluti af mannlegri tilvist. Hvort sem það er í starfi okkar eða þess utan. Stundum skipta þau litlu sem engu máli og stundum öllu máli eins og í þessu tilfelli. Hræðilegar afleiðingar þessa mistaka verða ekki teknar til baka, en það er vonandi hægt að læra af þeim - með því að viðurkenna þau af heiðarleika. Það skiptir máli fyrir foreldra sem og framtíðar þiggjendur heilbrigðisþjónustu.“
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira