Erlent

Bandaríkin gefa út yfirlýsingu um að takmarka eftirlit með gögnum Evrópubúa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samkomulagið er gert í kjölfar þess að Evrópudómstóllinn felldi úr gildi fyrra samkomulag, um svonefndar öruggar hafnir.
Samkomulagið er gert í kjölfar þess að Evrópudómstóllinn felldi úr gildi fyrra samkomulag, um svonefndar öruggar hafnir. Vísir/EPA
Bandaríkin hafa í fyrsta sinn gefið út skriflega yfirlýsingu um að aðgangur stjórnvalda í þágu löggæslu og þjóðaröryggis sæti skýrum takmörkunum og verði háður eftirliti. Þetta gerðu bandarísk stjórnvöld í tengslum við samkomulag við Evrópusambandið um nýtt fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga.

Samkomulagið er gert í kjölfar þess að Evrópudómstóllinn felldi úr gildi fyrra samkomulag, um svonefndar öruggar hafnir, í október síðastliðnum.

Samkvæmt fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru settar strangar kröfur til vinnslu persónuupplýsinga í nýja samkomulaginu og kveðið á um að með slíkri vinnslu sé öflugt eftirlit. 

Bandarísku fyrirtækin þurfa meðal annars að hlíta ákvörðunum evrópskra persónuverndarstofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×