Hjálparstarf er tímafrek samvinna ef ná á árangri Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2016 07:00 Hvað gefur maður þeim sem á allt? Jú, auðvitað geit handa fátækri fjölskyldu í Afríku!“ hljóðaði kveðja frá einum kaupanda gjafabréfs Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Hjálparstarfið reiðir sig á framlög frá almenningi til þess að fjármagna aðstoð við fólk sem býr við fátækt og vegna hennar við skort á lífsgæðum. Ein leið fjármögnunar er að selja gjafabréfin Gjöf sem gefur. Sumir þeirra sem kaupa gjafabréfin okkar spyrja hvort gjöfin komist örugglega á réttan stað. „Fer geitin örugglega til Úganda?“ er spurt. Ég gef mér að með spurningunni sé í raun verið að spyrja hvort hjálparstarf skipti nokkru máli. Hvort það breyti einhverju fyrir þann sem aðstoðina fær til lengri tíma? Neyðin virðist stundum svo endalaus. Hjálparsamtök verða stöðugt að endurskoða hvort aðferð í starfi skili raunverulegum árangri. Reynslan hefur kennt okkur að vænlegast er að fólk sem þarfnast aðstoðar taki þátt í að finna lausnir við vandanum sem það stendur frammi fyrir. Notendastýrð þjónusta reynist best í hjálparstarfi eins og í svo mörgu öðru. Á Íslandi leggur Hjálparstarfið áherslu á sértæka aðstoð enda hafa almenn og opinber úrræði ekki dugað þeim sem til okkar leita til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda. Við aðstoðum fólk vissulega með inneignarkortum í matvöruverslanir en til þess að takast á við rætur fátæktar og félagslegrar einangrunar felst aðstoðin líka í vinnu með skjólstæðingunum sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd þeirra og þar með efla getu þeirra til að takast á við daglegt líf. Í verkefnum erlendis er aðstoðin efnisleg en skjólstæðingarnir bera ábyrgð á framkvæmd verkefnanna og njóta afraksturs eigin vinnu. Afríska máltækið „Ef þú vilt fara hratt yfir skaltu ferðast einn. Ef þú vilt fara langt skaltu ferðast með öðrum“ á vel við til að lýsa árangursríku hjálparstarfi en til þess að aðstoð beri árangur þarf að gefa henni tíma því hún er samvinnuverkefni um hjálp til sjálfshjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hvað gefur maður þeim sem á allt? Jú, auðvitað geit handa fátækri fjölskyldu í Afríku!“ hljóðaði kveðja frá einum kaupanda gjafabréfs Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Hjálparstarfið reiðir sig á framlög frá almenningi til þess að fjármagna aðstoð við fólk sem býr við fátækt og vegna hennar við skort á lífsgæðum. Ein leið fjármögnunar er að selja gjafabréfin Gjöf sem gefur. Sumir þeirra sem kaupa gjafabréfin okkar spyrja hvort gjöfin komist örugglega á réttan stað. „Fer geitin örugglega til Úganda?“ er spurt. Ég gef mér að með spurningunni sé í raun verið að spyrja hvort hjálparstarf skipti nokkru máli. Hvort það breyti einhverju fyrir þann sem aðstoðina fær til lengri tíma? Neyðin virðist stundum svo endalaus. Hjálparsamtök verða stöðugt að endurskoða hvort aðferð í starfi skili raunverulegum árangri. Reynslan hefur kennt okkur að vænlegast er að fólk sem þarfnast aðstoðar taki þátt í að finna lausnir við vandanum sem það stendur frammi fyrir. Notendastýrð þjónusta reynist best í hjálparstarfi eins og í svo mörgu öðru. Á Íslandi leggur Hjálparstarfið áherslu á sértæka aðstoð enda hafa almenn og opinber úrræði ekki dugað þeim sem til okkar leita til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda. Við aðstoðum fólk vissulega með inneignarkortum í matvöruverslanir en til þess að takast á við rætur fátæktar og félagslegrar einangrunar felst aðstoðin líka í vinnu með skjólstæðingunum sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd þeirra og þar með efla getu þeirra til að takast á við daglegt líf. Í verkefnum erlendis er aðstoðin efnisleg en skjólstæðingarnir bera ábyrgð á framkvæmd verkefnanna og njóta afraksturs eigin vinnu. Afríska máltækið „Ef þú vilt fara hratt yfir skaltu ferðast einn. Ef þú vilt fara langt skaltu ferðast með öðrum“ á vel við til að lýsa árangursríku hjálparstarfi en til þess að aðstoð beri árangur þarf að gefa henni tíma því hún er samvinnuverkefni um hjálp til sjálfshjálpar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar