Hátíðarkveðjur úr Högum Sindri Sigurgeirsson skrifar 6. janúar 2016 07:00 Það er orðið árvisst að landbúnaðurinn fær kaldar kveðjur um hátíðarnar frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga sem er stærsta verslunarkeðja landsins. Árið 2014 birti hann hátíðarkveðju sína í Fréttablaðinu á aðfangadag jóla, en núna seinkaði henni örlítið því hún birtist í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Uppistaðan í grein Finns er gagnrýni á starfsumhverfi landbúnaðarins og vangaveltur um gerð nýrra búvörusamninga.Búvörusamningar í deiglunni Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ríkisins setið við samningaborð vegna nýrra búvörusamninga. Viðræðunum er alls ekki lokið og ekkert er farið að ræða um fjárhæðir. Megininntak viðræðnanna er að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins til lengri tíma. Meðal annars er rætt um að afleggja greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Hugsunin er sú að stuðningurinn verði skilvirkari og skili sér betur til starfandi bænda fremur en þeirra sem eru á leið út úr greininni eða fjármálastofnana. Ef hugmyndir samningsaðila ná fram að ganga er um mestu breytingar að ræða um áratugabil á starfsumhverfi landbúnaðarins. Ein af forsendum þess að semja með þessum hætti er að gera búvörusamninga til tíu ára. Á tímabilinu er þó gert ráð fyrir endurskoðun sem veitir báðum samningsaðilum svigrúm til breytinga. Í landbúnaði eru langir framleiðsluferlar og það er mikilvægt fyrir bændur að geta gert áætlanir til lengri tíma.Hver er tilgangur stuðningskerfis í landbúnaði? Stuðningur við landbúnaðarframleiðslu á sér langa sögu hérlendis og hefur verið framkvæmdur með ólíkum aðferðum. Fjölþætt rök liggja að baki, en megintilgangurinn hefur löngum verið sá sami: Að stuðla að nægu framboði innlendra matvæla á hóflegu verði fyrir neytendur. Hið opinbera beitir sömu aðferðum við að greiða niður margvíslega aðra starfsemi eða þjónustu, s.s. mennta- og menningarstarfsemi, velferðarþjónustu, samgöngur og fjölmargt annað. Notendur greiða þá mun minna fyrir þjónustuna en hún raunverulega kostar eða jafnvel ekkert. Þess í stað er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum. Það er einfaldlega talið sanngjarnara og hagkvæmara. Innlend matvæli kosta með þessum aðferðum minna en þau myndu annars gera.1,8% af útgjöldum ríkisins renna til landbúnaðarins Beinn stuðningur við landbúnað er um það bil 12,7 milljarðar króna miðað við fjárlögin í ár. Það er 1,8% af útgjöldum ríkisins á árinu. Afgangurinn er reiknuð markaðsvernd en ekki raunveruleg útgjöld. Markaðsverndin er reiknuð sem mismunur á heimsmarkaðsverði að viðbættum flutningskostnaði og innlendu verði. Sú tala tekur sífelldum breytingum í takt við verð á mörkuðum og gengisbreytingar.Hvar liggja hagsmunir stærstu verslanakeðjunnar? Það hefur lengi verið eitt helsta markmið þeirra sem standa í verslunarrekstri á Íslandi að brjóta upp starfsumhverfi landbúnaðarins. Þar er efst á blaði að minnka tollvernd. Með því getur verslunin sjálf flutt inn ódýrar búvörur og hagað verðlagningu þeirra eftir eigin höfði. Það verður tæplega keppikefli kaupmanna að tefla eingöngu fram vörum sem uppfylla gæðakröfur íslenskra neytenda, til dæmis hvað varðar lyfjanotkun, rekjanleika og aðra framleiðsluhætti. Dæmin sanna að áherslan er á lágt verð en ekki gæði. Er trúverðugt þegar forstjóri Haga segist með gagnrýni sinni á íslenskan landbúnað fyrst og fremst bera hag neytenda fyrir brjósti? Í tæplega ársgamalli skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að það ríkir fákeppni í smásölu á dagvörumarkaði. Þar er bent á að arðsemi stærstu íslensku verslunarsamstæðanna sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði. Meðalarðsemi eigin fjár matvörukeðja í Evrópu er um 13% og um 11% í Bandaríkjunum samanborið við 35%-40% hér á landi. Ýmsir efast um að verslunarfyrirtækin skili mögulegum ávinningi tollabreytinga til neytenda. Það hafa meðal annars rannsóknir Alþýðusambands Íslands staðfest. Undanfarin ár hafa talsverðar skattabreytingar orðið. Nær öll vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður og nú hefur verið ákveðið að fella niður nær alla tolla nema á matvælum. Fyrri áfangi þess kom til framkvæmda um nýliðin áramót en sá síðari um þau næstu.Bændur kjósa sátt um landbúnað Bændum er umhugað að reka sinn landbúnað í sátt við land og þjóð. Þeir hafa fært rök fyrir því að það er hagkvæmt að reka landbúnað á Íslandi og framleiða eins mikinn mat og okkur er unnt, m.a. vegna markmiða um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga og einnig matvæla- og fæðuöryggis. Hjá öllum þjóðum sem við berum okkur saman við nýtur landbúnaðurinn opinbers stuðnings. Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag og leitun er að víðtækara styrkjakerfi en í Bandaríkjunum. Kollsteypur á starfsumhverfi landbúnaðarins eru engum til góða. Samkeppnisstaða innlendu framleiðslunnar mun skerðast ef innflutningur búvara verður óheftur og minnkandi stuðningsgreiðslur munu fækka fjölskyldubúum. Það mun hafa veruleg áhrif á byggðir landsins og fækka störfum í matvælageiranum. Niðurstaðan verður að verslunin nær stærri hluta virðiskeðjunnar til sín í gegnum aukinn innflutning á búvörum. Sjálfsagt myndi það bæta hag kaupmanna en skilja bændur og neytendur eftir á köldum klaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er orðið árvisst að landbúnaðurinn fær kaldar kveðjur um hátíðarnar frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga sem er stærsta verslunarkeðja landsins. Árið 2014 birti hann hátíðarkveðju sína í Fréttablaðinu á aðfangadag jóla, en núna seinkaði henni örlítið því hún birtist í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Uppistaðan í grein Finns er gagnrýni á starfsumhverfi landbúnaðarins og vangaveltur um gerð nýrra búvörusamninga.Búvörusamningar í deiglunni Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ríkisins setið við samningaborð vegna nýrra búvörusamninga. Viðræðunum er alls ekki lokið og ekkert er farið að ræða um fjárhæðir. Megininntak viðræðnanna er að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins til lengri tíma. Meðal annars er rætt um að afleggja greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Hugsunin er sú að stuðningurinn verði skilvirkari og skili sér betur til starfandi bænda fremur en þeirra sem eru á leið út úr greininni eða fjármálastofnana. Ef hugmyndir samningsaðila ná fram að ganga er um mestu breytingar að ræða um áratugabil á starfsumhverfi landbúnaðarins. Ein af forsendum þess að semja með þessum hætti er að gera búvörusamninga til tíu ára. Á tímabilinu er þó gert ráð fyrir endurskoðun sem veitir báðum samningsaðilum svigrúm til breytinga. Í landbúnaði eru langir framleiðsluferlar og það er mikilvægt fyrir bændur að geta gert áætlanir til lengri tíma.Hver er tilgangur stuðningskerfis í landbúnaði? Stuðningur við landbúnaðarframleiðslu á sér langa sögu hérlendis og hefur verið framkvæmdur með ólíkum aðferðum. Fjölþætt rök liggja að baki, en megintilgangurinn hefur löngum verið sá sami: Að stuðla að nægu framboði innlendra matvæla á hóflegu verði fyrir neytendur. Hið opinbera beitir sömu aðferðum við að greiða niður margvíslega aðra starfsemi eða þjónustu, s.s. mennta- og menningarstarfsemi, velferðarþjónustu, samgöngur og fjölmargt annað. Notendur greiða þá mun minna fyrir þjónustuna en hún raunverulega kostar eða jafnvel ekkert. Þess í stað er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum. Það er einfaldlega talið sanngjarnara og hagkvæmara. Innlend matvæli kosta með þessum aðferðum minna en þau myndu annars gera.1,8% af útgjöldum ríkisins renna til landbúnaðarins Beinn stuðningur við landbúnað er um það bil 12,7 milljarðar króna miðað við fjárlögin í ár. Það er 1,8% af útgjöldum ríkisins á árinu. Afgangurinn er reiknuð markaðsvernd en ekki raunveruleg útgjöld. Markaðsverndin er reiknuð sem mismunur á heimsmarkaðsverði að viðbættum flutningskostnaði og innlendu verði. Sú tala tekur sífelldum breytingum í takt við verð á mörkuðum og gengisbreytingar.Hvar liggja hagsmunir stærstu verslanakeðjunnar? Það hefur lengi verið eitt helsta markmið þeirra sem standa í verslunarrekstri á Íslandi að brjóta upp starfsumhverfi landbúnaðarins. Þar er efst á blaði að minnka tollvernd. Með því getur verslunin sjálf flutt inn ódýrar búvörur og hagað verðlagningu þeirra eftir eigin höfði. Það verður tæplega keppikefli kaupmanna að tefla eingöngu fram vörum sem uppfylla gæðakröfur íslenskra neytenda, til dæmis hvað varðar lyfjanotkun, rekjanleika og aðra framleiðsluhætti. Dæmin sanna að áherslan er á lágt verð en ekki gæði. Er trúverðugt þegar forstjóri Haga segist með gagnrýni sinni á íslenskan landbúnað fyrst og fremst bera hag neytenda fyrir brjósti? Í tæplega ársgamalli skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að það ríkir fákeppni í smásölu á dagvörumarkaði. Þar er bent á að arðsemi stærstu íslensku verslunarsamstæðanna sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði. Meðalarðsemi eigin fjár matvörukeðja í Evrópu er um 13% og um 11% í Bandaríkjunum samanborið við 35%-40% hér á landi. Ýmsir efast um að verslunarfyrirtækin skili mögulegum ávinningi tollabreytinga til neytenda. Það hafa meðal annars rannsóknir Alþýðusambands Íslands staðfest. Undanfarin ár hafa talsverðar skattabreytingar orðið. Nær öll vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður og nú hefur verið ákveðið að fella niður nær alla tolla nema á matvælum. Fyrri áfangi þess kom til framkvæmda um nýliðin áramót en sá síðari um þau næstu.Bændur kjósa sátt um landbúnað Bændum er umhugað að reka sinn landbúnað í sátt við land og þjóð. Þeir hafa fært rök fyrir því að það er hagkvæmt að reka landbúnað á Íslandi og framleiða eins mikinn mat og okkur er unnt, m.a. vegna markmiða um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga og einnig matvæla- og fæðuöryggis. Hjá öllum þjóðum sem við berum okkur saman við nýtur landbúnaðurinn opinbers stuðnings. Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag og leitun er að víðtækara styrkjakerfi en í Bandaríkjunum. Kollsteypur á starfsumhverfi landbúnaðarins eru engum til góða. Samkeppnisstaða innlendu framleiðslunnar mun skerðast ef innflutningur búvara verður óheftur og minnkandi stuðningsgreiðslur munu fækka fjölskyldubúum. Það mun hafa veruleg áhrif á byggðir landsins og fækka störfum í matvælageiranum. Niðurstaðan verður að verslunin nær stærri hluta virðiskeðjunnar til sín í gegnum aukinn innflutning á búvörum. Sjálfsagt myndi það bæta hag kaupmanna en skilja bændur og neytendur eftir á köldum klaka.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar