Þrjú félög í NFL-deildinni sóttu um það í gær að fá að færa félagið til Los Angeles.
Þetta eru St. Louis Rams, San Diego Chargers og Oakland Raiders. Fastlega var búist við því að þessi félög myndu óska eftir flutningi.
Það er nú undir eigendum félaganna í deildinni að ákveða hvaða félag fær að flytja sig. Það gæti verið ákveðið á fundi eigendanna eftir viku.
Það félag sem fær að flytja sig þarf að byggja nýjan glæsilegan völl og eigendurnir telja sig geta náð í meiri tekjur ef liðið þeirra er í LA.
Los Angeles hefur verið án NFL-liðs síðan 1995.
Þrjú félög vilja komast til Los Angeles
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
