Ekki skal vanmeta framsóknarmann! Árni Hermannsson skrifar 5. janúar 2016 07:00 Eitthvert dapurlegasta skeiðið í sögu landsins á fyrstu áratugum lýðveldisins er sagan af samskiptum stjórnvalda við vinaþjóðir í Evrópu og bandalagsríkin í Nató. Á eftirstríðsárunum tókst með galinni hagstjórn að glutra niður vænlegri stöðu þjóðarbúsins og endaði loks með því að á 6. áratugnum, þótt lífskjör væru betri hér á landi (án þess að vera nokkuð sérstök) en víðast hvar í Evrópu, þá gengu Íslendingar með betlistaf hvað eftir annað á fund nágrannaríkja í leit að lánum, m.a. til Þýskalands og Englands þar sem flest var í rúst eftir hildarleikinn mikla. Meðal vinaþjóða í Nató tókst ekki betur til. Íslendingar voru áhugalitlir um samstarfið nema þegar kom að aurum og framkvæmdum á vegum samtakanna en þá sperrtu þeir eyrun sem aldrei fyrr. Þetta lágrisa viðhorf varð til þess, að það orð fór af Íslendingum að þeir væru tækifærissinnaðir bandamenn. Um þetta má fræðast nánar af stórmerku riti Vals Ingimundarsonar, „Í eldlínu kalda stríðsins“. Þá skal í annan stað ekki reynt að tíunda orðsporið sem fór af Íslendingum á alþjóðavettvangi fyrir 2008. Það virðist helst þessa dagana vera utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi, sem stendur einarður gegn því að látið verði af viðskiptabanni gegn Rússum sem fara med yfirgangi í fyrrum leppríki sínu og verður vart séð að munurinn sé nema stigs en ekki eðlis á leiðtoganum Pútin og Jósef gamla Dsjúgasjvili. Innan stjórnarliðsins og stjórnarandstöðu hérlendis eru menn ekki á einu máli. En allt er þegar þrennt er og væri svo sem eftir öðru að hlaupast undan merkjum og láta prinsipp lúta í lægra haldi fyrir aurunum. Auðvitað ber að styðja smærri útgerðir og vinnuaflið í dreifðum byggðum landsins þegar bjátar á og markaðir lokast en allsráðandi stórútgerðaraðilum (sem helst gefa starfsmönnum sínum íspinna í kaupbæti þegar þeir skammta sér milljarðana) þarf ekki að vorkenna en skal í bili bent á að lesa nýútkomna bók Bills Browders – „Eftirlýstur“ – en þar geta þeir lesið um stjórnarhætti í ríkinu, sem þeir vilja ólmir fella niður viðskiptabannið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Eitthvert dapurlegasta skeiðið í sögu landsins á fyrstu áratugum lýðveldisins er sagan af samskiptum stjórnvalda við vinaþjóðir í Evrópu og bandalagsríkin í Nató. Á eftirstríðsárunum tókst með galinni hagstjórn að glutra niður vænlegri stöðu þjóðarbúsins og endaði loks með því að á 6. áratugnum, þótt lífskjör væru betri hér á landi (án þess að vera nokkuð sérstök) en víðast hvar í Evrópu, þá gengu Íslendingar með betlistaf hvað eftir annað á fund nágrannaríkja í leit að lánum, m.a. til Þýskalands og Englands þar sem flest var í rúst eftir hildarleikinn mikla. Meðal vinaþjóða í Nató tókst ekki betur til. Íslendingar voru áhugalitlir um samstarfið nema þegar kom að aurum og framkvæmdum á vegum samtakanna en þá sperrtu þeir eyrun sem aldrei fyrr. Þetta lágrisa viðhorf varð til þess, að það orð fór af Íslendingum að þeir væru tækifærissinnaðir bandamenn. Um þetta má fræðast nánar af stórmerku riti Vals Ingimundarsonar, „Í eldlínu kalda stríðsins“. Þá skal í annan stað ekki reynt að tíunda orðsporið sem fór af Íslendingum á alþjóðavettvangi fyrir 2008. Það virðist helst þessa dagana vera utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi, sem stendur einarður gegn því að látið verði af viðskiptabanni gegn Rússum sem fara med yfirgangi í fyrrum leppríki sínu og verður vart séð að munurinn sé nema stigs en ekki eðlis á leiðtoganum Pútin og Jósef gamla Dsjúgasjvili. Innan stjórnarliðsins og stjórnarandstöðu hérlendis eru menn ekki á einu máli. En allt er þegar þrennt er og væri svo sem eftir öðru að hlaupast undan merkjum og láta prinsipp lúta í lægra haldi fyrir aurunum. Auðvitað ber að styðja smærri útgerðir og vinnuaflið í dreifðum byggðum landsins þegar bjátar á og markaðir lokast en allsráðandi stórútgerðaraðilum (sem helst gefa starfsmönnum sínum íspinna í kaupbæti þegar þeir skammta sér milljarðana) þarf ekki að vorkenna en skal í bili bent á að lesa nýútkomna bók Bills Browders – „Eftirlýstur“ – en þar geta þeir lesið um stjórnarhætti í ríkinu, sem þeir vilja ólmir fella niður viðskiptabannið á.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar