Bankarnir og samfélagið Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:00 Bankasýsla ríkisins lagði fram í síðustu viku stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum hf. í samræmi við heimild fjárlaga ársins 2016. Fyrirhuguð sala hefur vakið vangaveltur um skipulag og hlutverk bankans, hvort ríkið eigi áfram meirihluta í Landsbankanum og hann muni jafnvel starfa sem samfélagsbanki. Óljóst er hvað átt er við með samfélagsbanka, annað en að slíkur banki starfi samkvæmt öðrum lögmálum en almennt tíðkist í bankastarfsemi, jafnvel að bankinn verði ekki rekinn með arðsemismarkmið að leiðarljósi heldur reyni að ýta undir samkeppni á bankamarkaði með lægri þjónustugjöldum og útlánsvöxtum. Ljóst er að reglur um ríkisaðstoð innan EES setja hugmyndum um lægri arðsemiskröfur af hálfu ríkisaðila skorður. Sem eigandi banka er starfar á samkeppnismarkaði ber ríkinu að haga sér sem hver annar markaðsfjárfestir. Í þessu felst að ríkið þarf að áskilja sér viðunandi endurgjald af starfseminni. Að öðrum kosti er viðbúið að litið yrði svo á að um ríkisaðstoð til bankans væri að ræða. Vissulega veita EES-reglur ákveðið svigrúm fyrir ríkisaðila að styrkja fjármálastarfsemi sem sinnir almannaþjónustu eins og stuðningur við starfsemi Íbúðalánasjóðs sýnir. Í fljótu bragði verður þó ekki séð að almenn viðskiptabankaþjónusta geti fallið undir almannaþjónustuhugtakið. Það getur ekki verið neitt lögmál að ríkisaðstoð þurfi til að reka samfélagsbanka. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 2013, Fjármálaþjónusta á krossgötum, segir að aukinn rekstrarkostnaður bankanna hafi leitt til þess að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt en samkeppni hvetur fyrirtæki til hagræðingar. Vera má að frumkvæði ríkisins þurfi til að efla samkeppni ef viðskiptabankarnir þrír eru enn of værukærir. Í Svíþjóð á ríkið bankann SBAB sem hefur það hlutverk að efla samkeppni á fjármálamarkaði. Bankinn býður húsnæðislán og tekur við innlánum. Yfirbygging er lítil og áhersla er lögð á netvæðingu þjónustu. Þá eru mörg dæmi um samfélagsbanka í eigu einkaaðila sem gengið hafa vel, t.d. samvinnusparisjóðurinn Merkur Andelskasse í Danmörku sem hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. Sjóðurinn sinnir hefðbundinni bankaþjónustu með áherslu á sjálfbærni í þjóðfélaginu. Kannski er kominn tími til að endurvekja sparisjóðina með nýjum áherslum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lagði fram í síðustu viku stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum hf. í samræmi við heimild fjárlaga ársins 2016. Fyrirhuguð sala hefur vakið vangaveltur um skipulag og hlutverk bankans, hvort ríkið eigi áfram meirihluta í Landsbankanum og hann muni jafnvel starfa sem samfélagsbanki. Óljóst er hvað átt er við með samfélagsbanka, annað en að slíkur banki starfi samkvæmt öðrum lögmálum en almennt tíðkist í bankastarfsemi, jafnvel að bankinn verði ekki rekinn með arðsemismarkmið að leiðarljósi heldur reyni að ýta undir samkeppni á bankamarkaði með lægri þjónustugjöldum og útlánsvöxtum. Ljóst er að reglur um ríkisaðstoð innan EES setja hugmyndum um lægri arðsemiskröfur af hálfu ríkisaðila skorður. Sem eigandi banka er starfar á samkeppnismarkaði ber ríkinu að haga sér sem hver annar markaðsfjárfestir. Í þessu felst að ríkið þarf að áskilja sér viðunandi endurgjald af starfseminni. Að öðrum kosti er viðbúið að litið yrði svo á að um ríkisaðstoð til bankans væri að ræða. Vissulega veita EES-reglur ákveðið svigrúm fyrir ríkisaðila að styrkja fjármálastarfsemi sem sinnir almannaþjónustu eins og stuðningur við starfsemi Íbúðalánasjóðs sýnir. Í fljótu bragði verður þó ekki séð að almenn viðskiptabankaþjónusta geti fallið undir almannaþjónustuhugtakið. Það getur ekki verið neitt lögmál að ríkisaðstoð þurfi til að reka samfélagsbanka. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 2013, Fjármálaþjónusta á krossgötum, segir að aukinn rekstrarkostnaður bankanna hafi leitt til þess að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt en samkeppni hvetur fyrirtæki til hagræðingar. Vera má að frumkvæði ríkisins þurfi til að efla samkeppni ef viðskiptabankarnir þrír eru enn of værukærir. Í Svíþjóð á ríkið bankann SBAB sem hefur það hlutverk að efla samkeppni á fjármálamarkaði. Bankinn býður húsnæðislán og tekur við innlánum. Yfirbygging er lítil og áhersla er lögð á netvæðingu þjónustu. Þá eru mörg dæmi um samfélagsbanka í eigu einkaaðila sem gengið hafa vel, t.d. samvinnusparisjóðurinn Merkur Andelskasse í Danmörku sem hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. Sjóðurinn sinnir hefðbundinni bankaþjónustu með áherslu á sjálfbærni í þjóðfélaginu. Kannski er kominn tími til að endurvekja sparisjóðina með nýjum áherslum?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar