Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Una Sighvatsdóttir skrifar 26. janúar 2016 19:22 Guðrún Sigmundsdóttir settur sóttvarnalæknir Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11
Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30