Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Una Sighvatsdóttir skrifar 25. janúar 2016 13:29 Kári Stefánsson stefnir að því að safna minnst 100 þúsund undirskriftum við kröfu sína. Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki." Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki."
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira