Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Una Sighvatsdóttir skrifar 25. janúar 2016 13:29 Kári Stefánsson stefnir að því að safna minnst 100 þúsund undirskriftum við kröfu sína. Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki." Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki."
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira