Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kári Stefánsson. vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47