22 þúsund undirskriftir á einum sólarhring Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 13:27 Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings kröfunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins fer vel af stað. Vísir/GVA 22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
22 þúsund undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins á endurreisn.is. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem stendur fyrir söfnuninni segir það býsna gott miðað við að aðeins sé um sólarhringur síðan að undirskrifasöfnunin hófst. „Ég held að þetta hljóti að teljast nokkuð gott á rétt tæpum degi,“ segir Kári í samtali við fréttastofu en hann útilokar þó ekki að áhuginn geti fjarað út. „Það má vera að þetta sé bara byrjunaráhugi og þetta komi til með að fjara út en eins og þetta stendur lítur út fyrir að þetta eigi eftir að ganga þokkalega.“Sjá einnig: Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári hefur undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að verja ekki meira fé til heilbrigðismála. Í gær hófst svo undirskriftarsöfnunin sem hann stendur fyrir en krafan er sú að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins.Svarar gagnrýni þingmanna Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði pistil í gær sem birtist á vefmiðlinum Pressunni. Þar segir Brynjar að Kári vilji auka framlög til heilbrigðismála um 50 milljarða á hverju ári miðað við stöðuna núna og vill hann að Kári svari því hvar hann vilji skera niður á móti. Kári svarar því til að honum finnst heilbrigðiskerfi vera algjör forsenda þess samfélags Íslendingar búi í. „Við hljótum að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir og ég held því fram að við hljótum að byrja á að fjármagna það kerfi sem gerir okkur kleyft að hlúa þessu fólki,“ segir Kári. „Síðan getum við tekið það sem eftir er og skipt kökunni á milli annarra málaflokka.“Sjá einnig: Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum„Í því samfélagi sem mig langar til að búa í þá hljótum við fyrst og fremst að sjá til þess að það sé hlúð að þeim sem minna mega sín, þeim sem eru meiddir og þeim sem eru lasnir. Það er alveg ljóst að þessir ágætu þingmenn sem voru að gagnrýna þetta eru á öðru máli,“ segir Kári. Kári segir Íslendinga í dag verja 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mikið þurfi að laga áður en íslenska heilbrigðiskerfið geti staðist samanburð við heilbrigðiskerfin í löndunum í kringum okkur, þetta þekki Kári af eigin raun. „Ég hef haft ástæðu til þess að leita nokkuð oft til heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum og það er alveg ljóst að það hangir á bláþræði. Við erum með heilbrigðiskerfi sem er ekki að virka,“ segir Kári. „Við erum með heilbrigðiskerfi sem þarf að flikka upp á mjög mikið áður en það stenst samjöfnuð við heilbrigðskerfi landa í kringum okkur.“Heimasíða undirskriftarsöfnunarinnar, endurreisn.is
Tengdar fréttir Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Gefa þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag viðtöku jáeindaskanna sem íslenska þjóðin fær að gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. 12. ágúst 2015 15:30
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23