Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 09:47 Kári Stefánsson vill að meira fé verði varið í heilbrigðiskerfið. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í grein sem Kári skrifaði í Fréttablaðið í desember síðastliðnum fór hann hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þar sem hann telur að ekki sé nægum fjármunum varið í heilbrigðiskerfið. Hótaði hann ríkisstjórninni því að safna 100 þúsund undirskriftum „undir plagg sem hvetur landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórnmálaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn vegna þess kulda og afskiptaleysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okkar samfélagi,“ en undirskriftasöfnunin sem Kári stendur fyrir nú er annars eðlis. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar, endurreisn.is, segir að krafan sé sú að Alþingi verji árlega 11 prósent af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfiskerfisins en í rökstuðningi fyrir undirskriftasöfnuninni segir meðal annars: „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Það hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“ Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina má nálgast hér.Endurreisn.isEndurreisum heilbrigðiskerfið - www.endurreisn.isPosted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Friday, January 22, 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í grein sem Kári skrifaði í Fréttablaðið í desember síðastliðnum fór hann hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þar sem hann telur að ekki sé nægum fjármunum varið í heilbrigðiskerfið. Hótaði hann ríkisstjórninni því að safna 100 þúsund undirskriftum „undir plagg sem hvetur landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórnmálaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn vegna þess kulda og afskiptaleysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okkar samfélagi,“ en undirskriftasöfnunin sem Kári stendur fyrir nú er annars eðlis. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar, endurreisn.is, segir að krafan sé sú að Alþingi verji árlega 11 prósent af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfiskerfisins en í rökstuðningi fyrir undirskriftasöfnuninni segir meðal annars: „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Það hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“ Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina má nálgast hér.Endurreisn.isEndurreisum heilbrigðiskerfið - www.endurreisn.isPosted by Endurreisum heilbrigðiskerfið on Friday, January 22, 2016
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Sérfræðingur í hjartalækningum fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall. Þörf er á rúmlega tvöfalt fleiri aðgerðum. 10. desember 2015 07:00
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23