Skattafróðleikur í ársbyrjun Alexander G. Eðvardsson skrifar 20. janúar 2016 09:00 Í ársbyrjun tók gildi viðamikil breyting á lögum um virðisaukaskatt þegar stór hluti ferðaþjónustunnar varð virðisaukaskattsskyldur. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um breikkun skattstofna þar sem sú starfsemi sem nú varð virðisaukaskattsskyld hafði verið utan kerfisins frá upptöku þess. Með breytingunni varð stór hluti þeirrar þjónustu sem flokkuð hafði verið sem fólksflutningar virðisaukaskattsskyldur auk þess sem þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga var gerð virðisaukaskattsskyld. Væntanlega hafa mörg hundruð nýjar skráningar rekstraraðila á virðisaukaskattsskrá verið gerðar á síðustu dögum ársins 2015 vegna þessa. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi um síðustu áramót hófst vinna við undirbúning lagabreytingarinnar á árinu 2013. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu ákveðið frumkvæði að undirbúningnum, enda um stórt hagsmunamál fyrir greinina að ræða og mikilvægt að vel tækist til. Á árinu 2014 var unnið með stjórnvöldum að framangreindri breytingu sem lauk með lagasetningu í lok þess árs. Góð sátt náðist um lagabreytinguna þótt í ljós hafi komið síðar að ýmislegt mátti betur fara. Ákveðið var að vinna að nauðsynlegum lagfæringum á árinu 2015, enda var gildistakan ekki fyrr en í ársbyrjun 2016. Gera þurfti nokkrar breytingar á lögunum sjálfum og einnig á reglugerð um innskatt. Skipaður var starfshópur með fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar, skattyfirvöldum og fjármálaráðuneytinu til að vinna að nauðsynlegum lagfæringum. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum í september 2015 og var frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á haustmánuðum 2015, byggt á vinnu hópsins. Einnig voru breytingar á reglugerð um innskatt, sem ekki voru birtar fyrr en 30. desember 2015, byggðar á vinnu starfshópsins. Þrátt fyrir mikið og gott samráð í öllu ferlinu tókst löggjafanum við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi í lok desember, án nokkurs samráðs við helstu hagsmunaaðila, að lögfesta breytingar sem bæði gengu þvert á niðurstöður starfshópsins og fela einnig í sér ákvæði um afturvirka skattlagningu sem fær að sjálfsögðu ekki staðist. Á skattafróðleiksfundi KPMG á morgun, fimmtudag, verður gerð grein fyrir framangreindum breytingum á lögum um virðisaukaskatt ásamt því sem helstu breytingar á lögum um tekjuskatt og aðrar áhugaverðar lagabreytingar verða kynntar. Fróðleiksfundurinn hefst kl. 8.30 í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun tók gildi viðamikil breyting á lögum um virðisaukaskatt þegar stór hluti ferðaþjónustunnar varð virðisaukaskattsskyldur. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um breikkun skattstofna þar sem sú starfsemi sem nú varð virðisaukaskattsskyld hafði verið utan kerfisins frá upptöku þess. Með breytingunni varð stór hluti þeirrar þjónustu sem flokkuð hafði verið sem fólksflutningar virðisaukaskattsskyldur auk þess sem þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga var gerð virðisaukaskattsskyld. Væntanlega hafa mörg hundruð nýjar skráningar rekstraraðila á virðisaukaskattsskrá verið gerðar á síðustu dögum ársins 2015 vegna þessa. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi um síðustu áramót hófst vinna við undirbúning lagabreytingarinnar á árinu 2013. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu ákveðið frumkvæði að undirbúningnum, enda um stórt hagsmunamál fyrir greinina að ræða og mikilvægt að vel tækist til. Á árinu 2014 var unnið með stjórnvöldum að framangreindri breytingu sem lauk með lagasetningu í lok þess árs. Góð sátt náðist um lagabreytinguna þótt í ljós hafi komið síðar að ýmislegt mátti betur fara. Ákveðið var að vinna að nauðsynlegum lagfæringum á árinu 2015, enda var gildistakan ekki fyrr en í ársbyrjun 2016. Gera þurfti nokkrar breytingar á lögunum sjálfum og einnig á reglugerð um innskatt. Skipaður var starfshópur með fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar, skattyfirvöldum og fjármálaráðuneytinu til að vinna að nauðsynlegum lagfæringum. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum í september 2015 og var frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á haustmánuðum 2015, byggt á vinnu hópsins. Einnig voru breytingar á reglugerð um innskatt, sem ekki voru birtar fyrr en 30. desember 2015, byggðar á vinnu starfshópsins. Þrátt fyrir mikið og gott samráð í öllu ferlinu tókst löggjafanum við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi í lok desember, án nokkurs samráðs við helstu hagsmunaaðila, að lögfesta breytingar sem bæði gengu þvert á niðurstöður starfshópsins og fela einnig í sér ákvæði um afturvirka skattlagningu sem fær að sjálfsögðu ekki staðist. Á skattafróðleiksfundi KPMG á morgun, fimmtudag, verður gerð grein fyrir framangreindum breytingum á lögum um virðisaukaskatt ásamt því sem helstu breytingar á lögum um tekjuskatt og aðrar áhugaverðar lagabreytingar verða kynntar. Fróðleiksfundurinn hefst kl. 8.30 í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 og er öllum opinn.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar