Þröstur, Kosovo og Krím Haukur Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2016 00:00 Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar