Handbolti

Kristján hættir hjá Guif í vor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján er kominn í frí frá þjálfun.
Kristján er kominn í frí frá þjálfun. vísir
Kristján Andrésson hættir störfum hjá sænska handboltaliðinu Guif eftir þetta tímabil. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Guif.

Kristján hefur starfað hjá Guif undanfarin 10 ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Kristján kom fyrst til Guif sem leikmaður en hellti sér út í þjálfun eftir að hnémeiðsli bundu enda á feril hans.

Hann nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum sem gildir til ársins 2017. Kristján starfar í banka í Eskilstuna samhliða þjálfuninni og samkvæmt yfirlýsingunni gat hann ekki samtvinnað þetta tvennt til lengdar.

„Þessi 10 ár sem ég hef þjálfað hjá félaginu hafa verið gríðarlega skemmtileg og ég er þakklátur Guif fyrir að hafa gefið mér tækifæri í þjálfun,“ er haft eftir Kristjáni í yfirlýsingunni.

Guif er í 8. sæti sænsku deildarinnar með 25 stig eftir 22 leiki. Átta efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×