Handbolti

Dagur myndi velja Müller í vinstri skyttuna og Özil á miðjuna

Tóams Þór Þórðarson skrifar
Það er nóg að gera hjá Degi á kynningartúrnum.
Það er nóg að gera hjá Degi á kynningartúrnum. vísir/epa/skjáskot
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er á fullu í kynningar- og sigurferð um landið eftir að fagna sigri með þýska landsliðið á Evrópumótinu í Póllandi.

Hann var í myndveri Sky Sports í Þýskalandi í gær þar sem hann var beðinn um að stilla upp handboltaliði með leikmönnum úr þýska landsliðinu í fótbolta.

Dagur valdi ManuelNeuer, markvörð Bayern, í markið og MesutÖzil, miðjumann Arsenal á Englandi, sem leikstjórnanda. Özil er búinn að gefa 16 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í vinstra hornið valdi Dagur LeroySané, miðjumann Schalke, en þessi tvítugi strákur á einn landsleik að baki fyrir Þýskaland. Á móti honum í hægra hornið valdi Dagur PhillipLahm, leikmann Bayern og fyrirliða heimsmeistaraliðs Þýskalands.

Skytta vinstra megin í liði Dags væri Bayern-maðurinn og markahrókurinn ThomasMüller og á móti honum JulianDraxler sem gekk í raðir Wolfsburg frá Schalke síðasta sumar.

Ilkay Gündogan, miðjumaður Dortmund, væri svo á línunni í liði Dags þrátt fyrir að vera ekki stór og MatsHummels, miðvörður Dortmund, myndi svo skipta við Özil í vörn og sókn.

Sex af þessum átta urðu heimsmeistarar með Þýskalandi í Brasilíu sumarið 2014. Sané spilaði ekki sinn fyrsta landsleik fyrr en í nóvember á síðasta ári og Gündogan missti af HM vegna meiðsla.

Dagur Sigurðsson í myndveri Sky Sports í Þýskalandi.mynd/skjáskot

Tengdar fréttir

Dagur uppljóstrar leyndarmálinu

Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum.

Landslið Dags vinsælla en Bayern München

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×