Handbolti

Vignir og félagar komnir í bikarúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir skoraði eitt mark í leiknum.
Vignir skoraði eitt mark í leiknum. mynd/facebook-síða midtjylland
Vignir Svavarsson og félagar í Midtjylland eru komnir í úrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta eftir tveggja marka sigur, 25-27, á Team Tvis Holstebro í dag.

Það ræðst seinna í dag hvort Århus eða GOG verður andstæðingur Midtjylland í úrslitaleiknum á morgun.

Holstebro leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13-10, en Vignir og félagar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-12.

Vignir skoraði eitt mark í leiknum en íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt gott tímabil með Midtjylland. Að tímabilinu loknu gengur hann svo í raðir mótherja dagsins, Team Tvis Holstebro.

Sigurbergur Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Holstebro en Egill Magnússon komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×