Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 09:56 Jungle Bar var í sölu í Hagkaupum í fjóra daga áður en Stefán og félagar þurftu að kippa því úr hillum. Vísir „Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“ Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
„Við komum að lokuðum dyrum og það er ekkert hægt að gera fyrir okkur hérna,“ segir Stefán Atli Thoroddsen, einn frumkvöðlana á bak við orkustykkið Jungle Bar. Orkustykkinu, sem meðal annars er búið til úr krybbum, þurfti að kippa úr hillum eftir aðeins örfáa daga í sölu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) hér á landi.Vísir hefur áður fjallað um þróun þeirra Stefáns og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar á vörunni, sem meðal annars á að vekja Vesturlandabúa til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í nýtingu skordýra til matvælagerðar. Eftir um tveggja ára starf þurfa Stefán og Búi að bíta í það súra epli að fá ekki söluleyfi hér á landi fyrir Jungle Bar, sem þó var komið í hillur í Hagkaupum í síðasta mánuði og seldist vel. „Við framleiddum tuttugu þúsund stykki í nóvember og komum með hluta framleiðslunnar hingað til lands, því við vildum fagna hérna og bjóða Íslendingum upp á þessa nýjung,“ segir Stefán. „Það var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að við vorum byrjaðir að selja þetta að við fengum símtal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og fengum að vita að við þyrftum að taka vöruna úr sölu.“ Það þurftu þeir að gera vegna innleiðingar reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið tók upp árið 1997. Hún var innleidd hér á landi í lok október, einni viku fyrir framleiðsludag hjá fyrirtæki Stefáns og Búa, Crowbar Protein. Breytingin fór ekki fyrir Alþingi, heldur var hún samþykkt beint af ráðherra. „Með þessu eina pennastriki ráðherra var lokað fyrir okkar möguleika á því að markaðssetja og selja vöruna okkar á íslenskum markaði,“ segir Stefán.Þeir Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa unnið að þróun Jungle Bar í um tvö ár.Mynd/Crowbar ProteinReglugerðin felur það meðal annars í sér að innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun heilla eða unninna skordýra sem nota á sem matvæli er bönnuð þar til leyfi hefur verið veitt sérstaklega eða þá að hægt er að sýna fram á neyslu skordýranna á ESB-svæðinu fyrir árið 1997. Stefán segir að Crowbar protein geti ekki fengið slíkt leyfi fyrr en mögulega eftir tvö ár, þegar reglugerðin verður endurskoðuð á ný. „Þá mun gluggi opnast fyrir okkur að sækja um leyfi fyrir þessi skordýr sem matvæli. Við vitum ekki hvað það ferli mun taka langan tíma. Við erum orðnir ótrúlega þreyttir á þessu öllu saman.“Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerðElta tækifærin í Bandaríkjunum Heilu og hálfu dagarnir hafa farið í það að undanförnu hjá þriggja manna fyrirtækinu Crowbar að leita leiða til þess að koma vöru sinni aftur í sölu hér á landi en í gær fékk fyrirtækið endanlega að vita að það fær ekki söluleyfi. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að halda fyrirtækinu gangandi og leita þangað sem tækifærin bíða okkar, og það er í Bandaríkjunum,“ segir Stefán. Hann segir sölu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hafa gengið mjög vel þar í landi og að Crowbar protein, sem nýlega fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði, sé búið að gera samning við bandaríska dreifingaraðila. Stefán segir Crowbar-menn samt sem áður sorgmædda yfir því að fá ekki að selja vöru sína, sem þeir eru mjög stoltir af, heima fyrir. Verkefni sem þessi séu einstaklega mikilvæg í ljósi sívaxandi eftirspurnar eftir próteinríkri fæðu í heiminum og skorts á rými til hefðbundins landbúnaðar. „Þetta er svo miklu stærra en íslenskt fyrirtæki að gera íslenska vöru,“ segir hann. „„Sigur skordýranna“ á Íslandi væri mjög þýðingarmikill fyrir önnur ríki. Þannig að koma með svona fréttir núna, það eru í raun bara sorgarfréttir.“
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Þær tíu hugmyndir sem keppa til úrslita í Gullegginu Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú á lokametrunum. Keppninni bárust 251 hugmynd og úr þeim voru gerðar 100 viðskiptaáætlanir. 23. febrúar 2015 10:35
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30