Erlent

Boðar til þingkosninga á Írlandi í lok mánaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Enda Kenny tók við embætti forsætisráðherra Írlands árið 2011.
Enda Kenny tók við embætti forsætisráðherra Írlands árið 2011. Vísir/AFP
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur tilkynnt að hann muni biðja forseta landsins, Michael D Higgins, um að rjúfa þing og að boðað verði til þingkosninga í landinu föstudaginn 26. febrúar.

Ljóst er að kosningabaráttan verður ein sú stysta í sögu landsins, en nýtt þing mun koma saman þann 10. mars.

Þingmönnum landsins kemur til með að fækka úr 166 í 158 og sömuleiðis mun kjördæmum fækka úr 43 í fjörutíu.

Kenny er leiðtogi flokksins Fine Gael og tók við embætti forsætisráðherra árið 2011.

Skoðanakannanir benda til þess að Fine Gael muni bera sigur úr býtum í kosningunum. Kenny yrði þá fyrsti leiðtogi Fine Gael til að gegna embætti forsætisráðherra lengur en eitt kjörtímabil, allt frá því að Írland hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1922.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×