Erlent

Múrmeldýrin spá um endalok vetursins - Bein útsending

Samúel Karl Ólason skrifar
Punxsutawney Phil í höndum borgarstjóra Punxsutawney árið 2014.
Punxsutawney Phil í höndum borgarstjóra Punxsutawney árið 2014. Vísir/Getty
Heimsins frægasta múrmeldýr mun í dag spá fyrir um hvort vor sé að skella á á austurströnd Bandaríkjanna eða ekki. Minna þekkt múrmeldýr munu að vísu spá fyrir um sama mál víða í Bandaríkjunum og Kanada þar sem Groundhog day er í dag, en flestir taka mark á Punxsutawney Phil.

Bill Murray í hlutverki Phil í myndinni Groundog Day.
Groundhog day er vinsæl hefð í Bandaríkjunum og í Kanada. Hún er þó hvergi vinsælli en í Punxsutawney í Pennsylvania þar sem jafnvel tugir þúsunda koma til að fylgjast með spá Punxsutawney Phil á ári hverju. Í fyrra fylgdust til dæmis um 25 þúsund manns með Phil við sólarupprás í Punxsutawney.

Þá hafa hátíðarhöldin í bænum verið gerð heimsfræg í kvikmyndinni Groundhog Day Bill Murray og Andie MacDowell. Í tilefni dagsins ætlar sjónvarpsstöðin Sky að sýna myndina þrettán sinnum í dag.

Samkvæmt sögunni þá spáir Phil sex vikum af vetri til viðbótar ef hann sér skugga sinn og skríður aftur í holu sína. Ef hann fer ekki aftur í grenið þá spáir hann snemmbúnu vori. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar ná gögn um spár Phil aftur til 1887 og síðan þá hefur hann spáð áframhaldandi vetri í 102 skipti. Hann hefur einungis spáð voru 17 sinnum.

Hægt er að fylgjast með athöfninni í Punxsutawney frá sjónarhorni Punxsutawney Phil í beinni útsendingu með því að smella hér. Athöfnin hefst klukkan ellefu.

Uppfært 11:08

Athöfninni virðist hafa verið frestað til hálf tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×