Handbolti

Hetja þýska landsliðsins var hetja Rúnars og félaga í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Kárason var öflugur í kvöld.
Rúnar Kárason var öflugur í kvöld. vísir/afp
Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, og félagar hans í þýska 1. deildar liðinu Hannover-Burgdorf gerðu jafntefli, 31-31, á heimavelli gegn Magdeburg í kvöld.

Dramatíkin var mikil undir lokin. Austurríski hornamaðurinn Robert Weber kom Magdeburg yfir, 31-30, þegar þegar 57 sekúndur voru eftir. Hannover-Burgdorf tók þá leikhlé og skilaði það sér með jöfnunarmarki frá Kai Häfner þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum, 31-31.

Häfner var kallaður inn í þýska landsliðshópinn í milliriðli á Evrópumótinu í Póllandi vegna meiðsla í liðinu og tryggði hann Degi og strákunum sigur í framlengingu á móti Noregi í undanúrslitaleiknum.

Rúnar átti stórgóðan leik og skoraði sjö mörk, þar af tvö úr vítaköstum, en hann var markahæstur ásamt Häfner sem skoraði einnig sjö mörk.

Hannover-Burgdorf komst með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar, en það er með 25 stig, stigi meira en Göppingen sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×