Foreldrar í Háaleiti segja hverfið greinilega ekki ætlað börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 13:00 Kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna endurnýjunar gervigrasvalla næstu árin hljóðar upp á 50 milljónir króna. Lögð verður nýjasta tegund af gervigrasi á völlinn og nýtt gúmmí sem litar ekki út frá sér. Framvöllurinn í Safamýri er ekki einn þeirra valla sem á að endurnýja. Vilhelm Gunnarsson Foreldrar og íbúar í Háaleitishverfinu saka borgaryfirvöld um skeytingarleysi og dónalega framkomu í sinn garð. Segja þau nýjasta útspil Reykjavíkurborgar um að endurnýja ekki gervigrasvöllinn á íþróttasvæði Fram í Safamýri dropann sem fylli mælinn. Umferðaröryggi í hverfinu, aðstæður til útiveru og ástand skólalóða sé ekki síður ábótavant. Skilaboðin séu skýr: Hverfið sé ekki ætlað börnum. Samkvæmt heimildum Vísis er mikill hiti í hverfinu vegna ákvörðunar borgarinnar er snýr að gervigrasvellinum í Safamýri því á sama tíma eigi að ráðast í aðgerðir á völlum í kringum, þar á meðal Víkingsvellinum sem fyrstur valla verður endurnýjaður í sumar. Aðrir vellir í borginni sem þarfnist lagfæringar verði endurnýjaðir á næstu árum.Í greinargerð sem fylgdi tillögunni sagði að ekki stæði til að endurnýja völlinn „heldur leggja hann af þegar Fram flytur í Úlfarsárdal“. Fram heldur nú þegar úti íþróttastarfi bæði í Safamýri og Úlfarsárdal en ekki liggur fyrir hvenær félagið flytur alfarið í dalinn. Flytji Fram ekki verði ákvörðunin endurskoðuð. Telja íbúar í Háaleitishverfinu sig illa svikna enda hafi allt verið talað í þá veru að íþróttastarf í hverfinu verði tryggt óháð því hvort og hvenær Fram flytur úr hverfinu.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í fram að lokinni æfingu.Mælirinn fullur Aðalskipulag geri áfram ráð fyrir óbreyttri notkun svæðisins auk þess sem engar skipulagstillögur hafi komið fram um annað, til dæmis í nýhafinni hverfisskipulagsvinnu. Telja má fullvíst að tillögur um slíkar breytingar myndu mæta mikilli andstöðu. Engu að síður virðist ákvörðun um fjárútlát og veitingu þjónustu byggja á þeirri forsendu að völlurinn fari, sem sé óskiljanlegt.„Mælirinn er fullur og gott betur vegna nýjusta frétta af úrgangsdekkjakurlinu á Framvellinum. Vegna þessarar óvissustöðu íþróttafélagsins Fram þá eiga börnin okkar að búa við það að veltast upp úr eiturúrgangi þegar þau spila fótbolta um óákveðna framtíð eða þar til hlutirnir skýrast um hvort Fram flytur,“ segir í ályktun stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis og stjórnar Foreldrafélags Háaleitisskóla frá í fyrrakvöld.„Á sama tíma er áætlað að bregðast við á öðrum íþróttavöllum borgarinnar. Þetta er með öllu óskiljanlegt og vert er að velta því fyrir sér hvort að þeir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun myndu sjálfir vilja búa við það að æfa nokkrum sinnum í viku á þessum velli eða láta börnin sín æfa þar. Á velli sem er undirlagður af dekkjaúrgangi sem inniheldur ýmsa skaðlega þungmálma á borð við blý, zink og kadmíum. Vert að benda á að líklega eru það yngstu skólabörnin í hverfinu sem nota gervigrasið mest, börnin sem dvelja í frístundaheimilinu Álftabæ eftir hefðbundinn skóladag.“ Vilja kom að viðræðunumÍbúa- og foreldrasamtök í hverfinu segjast ekki geta setið undir þessu lengur. Krefjast þau að ákvöðrun borgarráðs frá 11. febrúar verði endurskoðuð og ákveðið að endurnýja gervigrasvöll Framara. Þá er þess óskað að Íbúasamtökum Háaleitis og Foreldrafélagi Háaleitisskóla verði veitt aðkoma að þeim viðræðum sem nú fara fram á milli Reykjavíkurborgar og Fram.„…enda eru viðræðurnar mun þýðingarmeiri en svo að snúast eingöngu um hagsmuni Fram, heldur lúta þær að einum mikilvægasta þættinum í hverfinu og snerta alla íbúa þar.“Ályktunin í heild sinniEfni: Eru barnafjölskyldur ekki lengur á framtíðar deiliskipulagi Háaleitishverfis?„Íbúasamtök Háaleitis og stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla gera alvarlega athugasemd við stöðu barna í Háaleitishverfinu. Ítrekað sendir Reykjavíkurborg þau skilaboð til Háaleitishverfis með ákvörðunum sínum og gjörðum að hverfið sé ekki ætlað börnum. Það gildir einu hvert samhengið er, hvort um sé að ræða umferðaröryggi í hverfinu, aðstæður til útiveru, ástand skólalóða og nú síðast gervigrasvöllurinn á Fram svæðinu í Safamýri. Skeytingarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart áhyggjum foreldra í hverfinu er algert og sú framkoma sem fólkinu í hverfinu undanfarin ár hefur verið sýnd er í besta falli dónaleg. Síðustu ár hafa bæði íbúasamtökin og foreldrafélagið ítrekað komið athugasemdum og áhyggjum á framfæri á fundum sem samtökin og/eða foreldrafélagið hafa verið boðuð á af borgaryfirvöldum, á opnum fundum á vegum borgaryfirvalda og með rafrænum póstum til borgaryfirvalda sem furðulegt nokk þeim virðist þau ekki bera neina skyldu til að svara. Það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna þungrar umferðar í hverfinu sem gerir það að verkum að börnin í þessu hverfi búa við hvað mesta umferðaróöryggi í borginni, það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna skólalóða Háaleitisskóla sem eru í niðurníslu (á meðan skólalóðir annarra skóla í hverfunum í kring hafa verið endurgerðar), og það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna þess óvissuástands sem ríkir í tengslum við áframhaldandi íþróttastarfsemi í hverfinu þar sem Fram hefur verið með annan fótinn á leið úr hverfinu í dágóðan tíma.Mælirinn er fullur og gott betur vegna nýjusta frétta af úrgangsdekkjakurlinu á Framvellinum. Vegna þessarar óvissustöðu íþróttafélagsins Fram þá eiga börnin okkar að búa við það að veltast upp úr eiturúrgangi þegar þau spila fótbolta um óákveðna framtíð eða þar til hlutirnir skýrast um hvort Fram flytur. Á sama tíma er áætlað að bregðast við á öðrum íþróttavöllum borgarinnar. Þetta er með öllu óskiljanlegt og vert er að velta því fyrir sér hvort að þeir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun myndu sjálfir vilja búa við það að æfa nokkrum sinnum í viku á þessum velli eða láta börnin sín æfa þar. Á velli sem er undirlagður af dekkjaúrgangi sem inniheldur ýmsa skaðlega þungmálma á borð við blý, zink og kadmíum. Vert að benda á að líklega eru það yngstu skólabörnin í hverfinu sem nota gervigrasið mest, börnin sem dvelja í frístundaheimilinu Álftabæ eftir hefðbundinn skóladag. Vinnubrögð af þessu tagi er engum bjóðandi og hvorki íbúasamtökin né foreldrafélagið munu sitja undir þessu. Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir óbreyttri notkun íþróttasvæðisins í Safamýri og engar skipulagstillögur virðast liggja fyrir um annað, hvort sem er í nýhafinni hverfisskipulagsvinnu eða annars staðar, enda fyrirséð að íbúar yrðu eindregið á móti slíkum tillögum þar sem þeir vilja áframhaldandi íþróttastarfsemi í hverfinu. Það er því algjörlega óskiljanlegt að borgin byggi ákvörðun sína um að endurnýja ekki gervigrasvöllinn á forsendu um að völlurinn fari, ef Fram fer, enda fær slíkt enga stoð í því sem fyrir liggur eða kynnt hefur verið íbúum. Með vísan til framangreinds er þess krafist að ákvörðun borgarráðs frá 11. febrúar sl. verði endurskoðuð og ákveðið að endurnýja gervigrasvöllinn í Safamýri. Þá er þess óskað að Íbúasamtökum Háaleitis og Foreldrafélagi Háaleitiskóla verði veitt aðkoma að þeim viðræðum sem nú fara fram á milli Reykjavíkurborgar og Fram, enda eru viðræðurnar mun þýðingarmeiri en svo að snúast eingöngu um hagsmuni Fram, heldur lúta þær að einum mikilvægasta þættinum í hverfinu og snerta alla íbúa þar.Virðingarfyllst,Stjórn Íbúasamtaka Háaleitis og Stjórn Foreldrafélags Háaleitisskóla“Þá lagði Hverfisráð Háaleitis og Bústaða, sem skipað er kjörnum fulltrúum og þar sitja fulltrúar íbúasamtaka sem áheyrnarfulltrúar, fram eftirfarandi bókun um málið á mánudag: „Hverfisráð telur tímabært að endurnýja gervigrasvöll við Safamýri burtséð frá því hvort Fram flytur eða ekki. Völlurinn nýtist og mun nýtast áfram undir íþróttastarfsemi fyrir börn og ungmenni. Hverfisráð telur mjög mikilvægt að Fram svari hið fyrsta þeirri spurningu hvort og þá hvenær þeir muni flytja starfsemi sína svo eyða megi óvissu hverfisbúa um framtíð íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga.“ Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Foreldrar og íbúar í Háaleitishverfinu saka borgaryfirvöld um skeytingarleysi og dónalega framkomu í sinn garð. Segja þau nýjasta útspil Reykjavíkurborgar um að endurnýja ekki gervigrasvöllinn á íþróttasvæði Fram í Safamýri dropann sem fylli mælinn. Umferðaröryggi í hverfinu, aðstæður til útiveru og ástand skólalóða sé ekki síður ábótavant. Skilaboðin séu skýr: Hverfið sé ekki ætlað börnum. Samkvæmt heimildum Vísis er mikill hiti í hverfinu vegna ákvörðunar borgarinnar er snýr að gervigrasvellinum í Safamýri því á sama tíma eigi að ráðast í aðgerðir á völlum í kringum, þar á meðal Víkingsvellinum sem fyrstur valla verður endurnýjaður í sumar. Aðrir vellir í borginni sem þarfnist lagfæringar verði endurnýjaðir á næstu árum.Í greinargerð sem fylgdi tillögunni sagði að ekki stæði til að endurnýja völlinn „heldur leggja hann af þegar Fram flytur í Úlfarsárdal“. Fram heldur nú þegar úti íþróttastarfi bæði í Safamýri og Úlfarsárdal en ekki liggur fyrir hvenær félagið flytur alfarið í dalinn. Flytji Fram ekki verði ákvörðunin endurskoðuð. Telja íbúar í Háaleitishverfinu sig illa svikna enda hafi allt verið talað í þá veru að íþróttastarf í hverfinu verði tryggt óháð því hvort og hvenær Fram flytur úr hverfinu.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í fram að lokinni æfingu.Mælirinn fullur Aðalskipulag geri áfram ráð fyrir óbreyttri notkun svæðisins auk þess sem engar skipulagstillögur hafi komið fram um annað, til dæmis í nýhafinni hverfisskipulagsvinnu. Telja má fullvíst að tillögur um slíkar breytingar myndu mæta mikilli andstöðu. Engu að síður virðist ákvörðun um fjárútlát og veitingu þjónustu byggja á þeirri forsendu að völlurinn fari, sem sé óskiljanlegt.„Mælirinn er fullur og gott betur vegna nýjusta frétta af úrgangsdekkjakurlinu á Framvellinum. Vegna þessarar óvissustöðu íþróttafélagsins Fram þá eiga börnin okkar að búa við það að veltast upp úr eiturúrgangi þegar þau spila fótbolta um óákveðna framtíð eða þar til hlutirnir skýrast um hvort Fram flytur,“ segir í ályktun stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis og stjórnar Foreldrafélags Háaleitisskóla frá í fyrrakvöld.„Á sama tíma er áætlað að bregðast við á öðrum íþróttavöllum borgarinnar. Þetta er með öllu óskiljanlegt og vert er að velta því fyrir sér hvort að þeir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun myndu sjálfir vilja búa við það að æfa nokkrum sinnum í viku á þessum velli eða láta börnin sín æfa þar. Á velli sem er undirlagður af dekkjaúrgangi sem inniheldur ýmsa skaðlega þungmálma á borð við blý, zink og kadmíum. Vert að benda á að líklega eru það yngstu skólabörnin í hverfinu sem nota gervigrasið mest, börnin sem dvelja í frístundaheimilinu Álftabæ eftir hefðbundinn skóladag.“ Vilja kom að viðræðunumÍbúa- og foreldrasamtök í hverfinu segjast ekki geta setið undir þessu lengur. Krefjast þau að ákvöðrun borgarráðs frá 11. febrúar verði endurskoðuð og ákveðið að endurnýja gervigrasvöll Framara. Þá er þess óskað að Íbúasamtökum Háaleitis og Foreldrafélagi Háaleitisskóla verði veitt aðkoma að þeim viðræðum sem nú fara fram á milli Reykjavíkurborgar og Fram.„…enda eru viðræðurnar mun þýðingarmeiri en svo að snúast eingöngu um hagsmuni Fram, heldur lúta þær að einum mikilvægasta þættinum í hverfinu og snerta alla íbúa þar.“Ályktunin í heild sinniEfni: Eru barnafjölskyldur ekki lengur á framtíðar deiliskipulagi Háaleitishverfis?„Íbúasamtök Háaleitis og stjórn foreldrafélags Háaleitisskóla gera alvarlega athugasemd við stöðu barna í Háaleitishverfinu. Ítrekað sendir Reykjavíkurborg þau skilaboð til Háaleitishverfis með ákvörðunum sínum og gjörðum að hverfið sé ekki ætlað börnum. Það gildir einu hvert samhengið er, hvort um sé að ræða umferðaröryggi í hverfinu, aðstæður til útiveru, ástand skólalóða og nú síðast gervigrasvöllurinn á Fram svæðinu í Safamýri. Skeytingarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart áhyggjum foreldra í hverfinu er algert og sú framkoma sem fólkinu í hverfinu undanfarin ár hefur verið sýnd er í besta falli dónaleg. Síðustu ár hafa bæði íbúasamtökin og foreldrafélagið ítrekað komið athugasemdum og áhyggjum á framfæri á fundum sem samtökin og/eða foreldrafélagið hafa verið boðuð á af borgaryfirvöldum, á opnum fundum á vegum borgaryfirvalda og með rafrænum póstum til borgaryfirvalda sem furðulegt nokk þeim virðist þau ekki bera neina skyldu til að svara. Það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna þungrar umferðar í hverfinu sem gerir það að verkum að börnin í þessu hverfi búa við hvað mesta umferðaróöryggi í borginni, það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna skólalóða Háaleitisskóla sem eru í niðurníslu (á meðan skólalóðir annarra skóla í hverfunum í kring hafa verið endurgerðar), og það hefur ekki verið tekið tillit til athugasemda vegna þess óvissuástands sem ríkir í tengslum við áframhaldandi íþróttastarfsemi í hverfinu þar sem Fram hefur verið með annan fótinn á leið úr hverfinu í dágóðan tíma.Mælirinn er fullur og gott betur vegna nýjusta frétta af úrgangsdekkjakurlinu á Framvellinum. Vegna þessarar óvissustöðu íþróttafélagsins Fram þá eiga börnin okkar að búa við það að veltast upp úr eiturúrgangi þegar þau spila fótbolta um óákveðna framtíð eða þar til hlutirnir skýrast um hvort Fram flytur. Á sama tíma er áætlað að bregðast við á öðrum íþróttavöllum borgarinnar. Þetta er með öllu óskiljanlegt og vert er að velta því fyrir sér hvort að þeir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun myndu sjálfir vilja búa við það að æfa nokkrum sinnum í viku á þessum velli eða láta börnin sín æfa þar. Á velli sem er undirlagður af dekkjaúrgangi sem inniheldur ýmsa skaðlega þungmálma á borð við blý, zink og kadmíum. Vert að benda á að líklega eru það yngstu skólabörnin í hverfinu sem nota gervigrasið mest, börnin sem dvelja í frístundaheimilinu Álftabæ eftir hefðbundinn skóladag. Vinnubrögð af þessu tagi er engum bjóðandi og hvorki íbúasamtökin né foreldrafélagið munu sitja undir þessu. Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir óbreyttri notkun íþróttasvæðisins í Safamýri og engar skipulagstillögur virðast liggja fyrir um annað, hvort sem er í nýhafinni hverfisskipulagsvinnu eða annars staðar, enda fyrirséð að íbúar yrðu eindregið á móti slíkum tillögum þar sem þeir vilja áframhaldandi íþróttastarfsemi í hverfinu. Það er því algjörlega óskiljanlegt að borgin byggi ákvörðun sína um að endurnýja ekki gervigrasvöllinn á forsendu um að völlurinn fari, ef Fram fer, enda fær slíkt enga stoð í því sem fyrir liggur eða kynnt hefur verið íbúum. Með vísan til framangreinds er þess krafist að ákvörðun borgarráðs frá 11. febrúar sl. verði endurskoðuð og ákveðið að endurnýja gervigrasvöllinn í Safamýri. Þá er þess óskað að Íbúasamtökum Háaleitis og Foreldrafélagi Háaleitiskóla verði veitt aðkoma að þeim viðræðum sem nú fara fram á milli Reykjavíkurborgar og Fram, enda eru viðræðurnar mun þýðingarmeiri en svo að snúast eingöngu um hagsmuni Fram, heldur lúta þær að einum mikilvægasta þættinum í hverfinu og snerta alla íbúa þar.Virðingarfyllst,Stjórn Íbúasamtaka Háaleitis og Stjórn Foreldrafélags Háaleitisskóla“Þá lagði Hverfisráð Háaleitis og Bústaða, sem skipað er kjörnum fulltrúum og þar sitja fulltrúar íbúasamtaka sem áheyrnarfulltrúar, fram eftirfarandi bókun um málið á mánudag: „Hverfisráð telur tímabært að endurnýja gervigrasvöll við Safamýri burtséð frá því hvort Fram flytur eða ekki. Völlurinn nýtist og mun nýtast áfram undir íþróttastarfsemi fyrir börn og ungmenni. Hverfisráð telur mjög mikilvægt að Fram svari hið fyrsta þeirri spurningu hvort og þá hvenær þeir muni flytja starfsemi sína svo eyða megi óvissu hverfisbúa um framtíð íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga.“
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30