Erlent

Hátt í 4000 morð á 36 árum

Justin Trudeau hefur heitið því að rannsaka málið.
Justin Trudeau hefur heitið því að rannsaka málið. vísir/epa
Talið er að frá árinu 1980 hafi hátt í fjögur þúsund konur af frumbyggjaættum í Kanada verið myrtar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá kanadískum stjórnvöldum, en hingað til hefur verið talið að konurnar hafi verið tólf hundruð talsins. BBC greinir frá.

Tugum kvenna er rænt ár hvert, og hefur nýkjörinn forsætisráðherra landsins, Justin Trudeau, heitið því að rannsaka málið.

Nú síðast í desember var karlmaður á sextugsaldri ákærður fyrir að hafa orðið fimmtán ára stúlku að bana árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×