Erlent

Japanskur leikari lést á sviði eftir slys með samúræjasverð

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur ekki gefið lýsingu á sverðinu eða hvort það hafi verið búið öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir slys.
Lögregla hefur ekki gefið lýsingu á sverðinu eða hvort það hafi verið búið öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir slys. Vísir/Getty
Japanski leikarinn Daigo Kashino lést af völdum stungusárs sem hann hlaut þegar verið var að æfa bardagaatriði með samúræjasverðum á sviði í leikhúsi í miðborg Tókýó fyrr í dag.

Lögregla rannsakar nú hvort að um slys hafi verið að ræða eða hvort hann hafi vísvitandi verið stunginn.

Japanskir miðlar greina frá því að fjöldi leikara hafi tekið þátt í atriðinu, en að enginn segist hafa séð hvað raunverulega gerðist.

NHK segir aðra leikara hafa séð hinn 33 ára Kashino í hnipri, særðan á kviðnum eftir að hafa heyrt hann stynja. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkrum klukkustundum síðar.

Lögregla hefur ekki gefið lýsingu á sverðinu eða hvort það hafi verið búið öryggisbúnaði til að koma í veg fyrir slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×