Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson skrifar 16. febrúar 2016 00:00 Fógetagarðurinn við Aðalstræti, sem sumir nefna Víkurgarð, er einn fegursti og sögulegasti staður í miðbæ Reykjavíkur, fagur ekki síst fyrir stæðileg tré og sögulegur vegna þess að þarna stóð Víkurkirkja og kirkjugarður og enn sjást ummerki þess. Hinn 9. febrúar sl. mátti lesa í dagblaði að þessi skjólgóði garður yrði brátt „aðalútisvæði“ fyrir 160 herbergja hótel sem rísa skal á Landsímareit. Aðkoma að hótelinu skal vera um Fógetagarðinn. Gestir hótelsins munu draga farangur sinn um garðinn og þar munu fara um aðrir þeir sem eiga erindi inn á hótelið. Þetta mun trufla og takmarka allt annað athafnalíf í garðinum, og sjálfsagt koma í veg fyrir margt, eins og t.d. markað sem hefur verið haldinn þarna á laugardögum á sumrin. Í dagblaðinu fyrrnefnda sagði forsvarsmaður að hótelið myndi „skapa líf“. Ekki í Fógetagarðinum, það mun drepa það sem fyrir er. Nú þegar er umferð hópferðabíla mikil um Aðalstræti og átök um að komast að til að hleypa út eða inn gestum hótela en þau eru á hverju strái. Keyrir alveg um þverbak þegar hið nýja hótel bætist við og líka fyrirhugað hótel í Herkastalanum. Yfirvöld munu e.t.v. banna umferð hópferðabíla um götuna og ætla gestum lengri og meiri burð farangurs. En það breytir litlu fyrir Fógetagarðinn. Hvernig dettur forsvarsmönnum borgarinnar í hug að afhenda einkafyrirtæki þennan mikilvæga og sögulega garð, sameign okkar allra, sem „aðalútisvæði“ risahótels? Það er óverjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fógetagarðurinn við Aðalstræti, sem sumir nefna Víkurgarð, er einn fegursti og sögulegasti staður í miðbæ Reykjavíkur, fagur ekki síst fyrir stæðileg tré og sögulegur vegna þess að þarna stóð Víkurkirkja og kirkjugarður og enn sjást ummerki þess. Hinn 9. febrúar sl. mátti lesa í dagblaði að þessi skjólgóði garður yrði brátt „aðalútisvæði“ fyrir 160 herbergja hótel sem rísa skal á Landsímareit. Aðkoma að hótelinu skal vera um Fógetagarðinn. Gestir hótelsins munu draga farangur sinn um garðinn og þar munu fara um aðrir þeir sem eiga erindi inn á hótelið. Þetta mun trufla og takmarka allt annað athafnalíf í garðinum, og sjálfsagt koma í veg fyrir margt, eins og t.d. markað sem hefur verið haldinn þarna á laugardögum á sumrin. Í dagblaðinu fyrrnefnda sagði forsvarsmaður að hótelið myndi „skapa líf“. Ekki í Fógetagarðinum, það mun drepa það sem fyrir er. Nú þegar er umferð hópferðabíla mikil um Aðalstræti og átök um að komast að til að hleypa út eða inn gestum hótela en þau eru á hverju strái. Keyrir alveg um þverbak þegar hið nýja hótel bætist við og líka fyrirhugað hótel í Herkastalanum. Yfirvöld munu e.t.v. banna umferð hópferðabíla um götuna og ætla gestum lengri og meiri burð farangurs. En það breytir litlu fyrir Fógetagarðinn. Hvernig dettur forsvarsmönnum borgarinnar í hug að afhenda einkafyrirtæki þennan mikilvæga og sögulega garð, sameign okkar allra, sem „aðalútisvæði“ risahótels? Það er óverjandi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar