Erlent

Hrinti manni í hjólastól á Vesturbakkanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísraelskur hermaður náðist á myndband þar sem hann ýtti manni í hjólastól í götuna. Myndbandið, sem tekið var upp á Vesturbakkanum hefur valdið mikilli reiði í Palestínu, en það var tekið upp í gær. Skömmu áður hafði 20 ára palestínsk kona reynt að stinga lögregluþjón. Konan var skotin af lögreglu.

Íbúar reyndu að koma konunni til hjálpar þar sem hún lá í blóði sínu en hermenn héldu aftur af þeim. Þá ýtti hermaðurinn manni í hjólastól svo hann féll í götuna.

Aðrir reyndu að koma manninum til hjálpar en hermaður beindi byssu að þeim og sparkaði í einn þeirra. Þá var sprengjum, sem hannaðar eru til að dreifa hópum, kastað að fólkinu.

Yfirvöld í Ísrael segja atvikið vera til rannsóknar samkvæmt frétt Al-Jazeera. Þá meiddist maðurinn í hjólastólnum ekki.

Á vef Al-Jazeera segir að minnst 176 Palestínumenn hafi verið felldir af öryggissveitum Ísraels frá byrjun október. Á sama tímabili hafa 27 Ísraelsmenn fallið í hnífa- og skotárásum Palestínumanna.

#شاهداعتداء قوات الاحتلال على شخص من ذوي الإعاقة ٲثناء تواجده قرب المكان التي أطلقت فيها النار على الفتاة ياسمين زرو التميمي وتوجيههم السلاح بشكل مباشر على المواطنين

Posted by Shehab News Agency on Sunday, February 14, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×