Handbolti

Varði þrjú víti og valinn maður leiksins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Vísir
Aron Rafn Eðvarðsson var valinn maður leiksins þegar Bietigheim hafði betur gegn TUSEM Essen í þýsku B-deildinni í handbolta í gær, 34-24.

Aron Rafn spilaði allan leikinn og varði sautján skot, þar af þrjú vítaköst. Hann var valinn maður leiksins og var vel fagnað af stuðningsmönnum liðsins.

„Ég er ánægður með að hafa varið þrjú vítaskot,“ sagði Aron Rafn í viðtali sem hann veitti á ensku eftir leikinn en hann lofaði því að næsta viðtal hjá honum yrði á þýsku.

Aron Rafn gekk í raðir Bietigheim frá Álaborg í Danmörku í upphafi mánaðarins og fer vel af stað með nýja liðinu sínu. Bietigheim komst upp í tólfta sæti deildarinnar með sigrinum í gær en Essen er í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×