Erlent

Fundu metmagn af metamfetamíni í Ástralíu

Vísir/AFP
Ástralska lögreglan hefur greint frá einum mesta fíkniefnafundi allra tíma þar í landi en hún lagði hald á methylamfetamín í fljótandi formi sem metið er á 700 milljónir dollara, um áttatíu og átta milljarða íslenskra króna.

Eiturlyfið var falið innan í gelpúðum í brjóstahöldum sem verið var að flytja til landsins frá Hong Kong í desember síðastliðnum. Fjórir hafa verið handteknir en talið er að magnið af efninu, sem mælist fleiri hundruð lítrar, hefði dugað til að búa til þrjár komma sex milljónir neysluskamta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×