Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 12:37 Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins. Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06