Erlent

Langveikur drengur bjargaði deginum í Sydney

Birgir Olgeirsson skrifar
Samfélagið tók sig saman og lét draum lítils drengs rætast.
Samfélagið tók sig saman og lét draum lítils drengs rætast. Vísir/Facebook
Ungur drengur sem þjáist af slímseigjusjúkdómi fékk að upplifa draum sinn um að gerast ofurhetja í einn dag og bjarga íbúum Sydney-borgar í Ástralíu frá illmenninu Ultron.

Drengurinn er níu ára gamall heitir Domenic Pace en hann fékk Iron Man-búning í sinni stærð og hlaut nafnið Iron Boy. Meðallífslíkur þeirra sem greinast með slímseigjusjúkdóm eru um 37 ár.

Á meðan þessum ofurhetjudegi stóð fékk hann að fara í hraðbát, berjast við Ultron fyrir framan áhorfendur við óperuhúsið í Sydney og þá fékk einnig að ferðast með þyrlu.

Þá fékk hann einnig skilaboð frá Robert Downey Jr. sem leikur Járnmanninn sjálfan, Tony Stark. Þar tilkynnti Downey Jr. drengnum unga að hann væri orðinn heiðursmeðlimur Avengers-teymisins, sem inniheldur allar helstu ofurhetjur Marvel-myndasagnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×