Aukin áfengisneysla Helga María Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Staðreyndin er einföld, því meira aðgengi, þeim mun meiri neysla. Þessa staðhæfingu er einfalt að sanna. Sem dæmi er það ekki að ástæðulausu að matvöruverslanir hafa sælgæti alveg við búðarkassana. Þarna fara allir fram hjá sem eiga leið inn í verslunina og er sælgætið selt í stykkjatali sem gerir það auðveldara fyrir fólk að láta undan freistingunni. Með því að hafa sælgætið aðgengilegt þá eru auknar líkur á sölu. Það sama á við um áfengi. Án þess að áfengir drykkir hafi verið leyfðir í matvöruverslunum þá hefur áfengisneysla aukist töluvert frá árinu 1980. Árið 1980 voru seldir 11,4 lítrar af áfengum drykkjum á hvern íbúa, en árið 2007 voru seldir 79,7 lítrar á hvern íbúa. Salan á áfengi mun að öllum líkindum magnast enn meira við aukið aðgengi. Aukin sala á áfengi þýðir aukna neyslu. Aukin neysla á áfengi er almenningi ekki í hag.Kostir og ókostir Í greinargerð frumvarpsins eru nefndir nokkrir kostir við að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis. Þar er nefnt að almenningur þarf ekki að ferðast jafn langt til þess að nálgast veigarnar, sem getur verið kostnaðarsamt. Einnig að dýrt sé að dreifa áfengi um landsbyggðina og að verslunarhúsnæði verði betur nýtt. En ókostirnir? Peningar eiga ekki að vera í umræðunni þegar talað er um kosti og ókosti áfengisneyslu. Þeir eru aukaatriði. Áfengisneysla er áhættuþáttur í nánast öllum sjúkdómum og heilsufarskvillum. Áfengisneysla hefur gríðarlega slæm áhrif á taugakerfið, hjarta- og æðakerfið, meltingarkerfið og innkirtlakerfið svo eitthvað sé nefnt. Áfengi er vímuefni og mikil áfengisneysla er mjög skaðleg bæði á líkama og sál. Þetta vitum við. Við kaupum ekki betri heilsu.Hvað erum við að gera rétt? Ísland er hluti af alþjóðlegu rannso´kninni The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Samkvæmt niðurstöðum rannso´knarinnar fra´ a´rinu 2011 sagðist tæplega fjórðungur ungmenna hafa orðið drukkinn á ævinni eða 23% drengja og 24% stúlkna. Þetta var lægsta hlutfallið af þeim 18 löndum sem tóku þátt í rannsókninni. Meðaltalið hjá hinum þátttökulöndum í rannsókninni var 50,7% hjá drengjum og 49,3% hjá stúlkum eða um helmingslíkur. Ein af aðalástæðum þess hve unglingadrykkja er lítil á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd er sú, að hér á landi þurfa ungmenni að ná tuttugu ára aldri til þess að mega kaupa og neyta áfengis, en í flestum öðrum Evrópulöndum þarf aðeins að ná átján ára aldri. Með því að minnka aðgengi að áfengi fyrir ungmenni er stuðlað að því að dregið sé úr neyslunni. Það á ekki að finna leiðir til þess að auka áfengisneyslu heldur til að draga úr henni.HeimildirEuropean Monitoring Centre for Drugs and Drud Addiction (2011). The 2011 ESPAD Report. Sótt 29. janúar af http://www.espad.org/Uploads/ESPAD_reports/2011/The_2011_ESPAD_Report_FULL_2012_10_29.pdfHagstofan. Áfengisneysla 1980-2007. Sótt 31. janúar af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__heilbrigdismal__lifsvenjur_heilsa__afengiogreyk/VIS05120.px/?rxid=4e5794bb-793d-413c-8b88-0494cab0b630 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Staðreyndin er einföld, því meira aðgengi, þeim mun meiri neysla. Þessa staðhæfingu er einfalt að sanna. Sem dæmi er það ekki að ástæðulausu að matvöruverslanir hafa sælgæti alveg við búðarkassana. Þarna fara allir fram hjá sem eiga leið inn í verslunina og er sælgætið selt í stykkjatali sem gerir það auðveldara fyrir fólk að láta undan freistingunni. Með því að hafa sælgætið aðgengilegt þá eru auknar líkur á sölu. Það sama á við um áfengi. Án þess að áfengir drykkir hafi verið leyfðir í matvöruverslunum þá hefur áfengisneysla aukist töluvert frá árinu 1980. Árið 1980 voru seldir 11,4 lítrar af áfengum drykkjum á hvern íbúa, en árið 2007 voru seldir 79,7 lítrar á hvern íbúa. Salan á áfengi mun að öllum líkindum magnast enn meira við aukið aðgengi. Aukin sala á áfengi þýðir aukna neyslu. Aukin neysla á áfengi er almenningi ekki í hag.Kostir og ókostir Í greinargerð frumvarpsins eru nefndir nokkrir kostir við að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis. Þar er nefnt að almenningur þarf ekki að ferðast jafn langt til þess að nálgast veigarnar, sem getur verið kostnaðarsamt. Einnig að dýrt sé að dreifa áfengi um landsbyggðina og að verslunarhúsnæði verði betur nýtt. En ókostirnir? Peningar eiga ekki að vera í umræðunni þegar talað er um kosti og ókosti áfengisneyslu. Þeir eru aukaatriði. Áfengisneysla er áhættuþáttur í nánast öllum sjúkdómum og heilsufarskvillum. Áfengisneysla hefur gríðarlega slæm áhrif á taugakerfið, hjarta- og æðakerfið, meltingarkerfið og innkirtlakerfið svo eitthvað sé nefnt. Áfengi er vímuefni og mikil áfengisneysla er mjög skaðleg bæði á líkama og sál. Þetta vitum við. Við kaupum ekki betri heilsu.Hvað erum við að gera rétt? Ísland er hluti af alþjóðlegu rannso´kninni The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Samkvæmt niðurstöðum rannso´knarinnar fra´ a´rinu 2011 sagðist tæplega fjórðungur ungmenna hafa orðið drukkinn á ævinni eða 23% drengja og 24% stúlkna. Þetta var lægsta hlutfallið af þeim 18 löndum sem tóku þátt í rannsókninni. Meðaltalið hjá hinum þátttökulöndum í rannsókninni var 50,7% hjá drengjum og 49,3% hjá stúlkum eða um helmingslíkur. Ein af aðalástæðum þess hve unglingadrykkja er lítil á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd er sú, að hér á landi þurfa ungmenni að ná tuttugu ára aldri til þess að mega kaupa og neyta áfengis, en í flestum öðrum Evrópulöndum þarf aðeins að ná átján ára aldri. Með því að minnka aðgengi að áfengi fyrir ungmenni er stuðlað að því að dregið sé úr neyslunni. Það á ekki að finna leiðir til þess að auka áfengisneyslu heldur til að draga úr henni.HeimildirEuropean Monitoring Centre for Drugs and Drud Addiction (2011). The 2011 ESPAD Report. Sótt 29. janúar af http://www.espad.org/Uploads/ESPAD_reports/2011/The_2011_ESPAD_Report_FULL_2012_10_29.pdfHagstofan. Áfengisneysla 1980-2007. Sótt 31. janúar af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__heilbrigdismal__lifsvenjur_heilsa__afengiogreyk/VIS05120.px/?rxid=4e5794bb-793d-413c-8b88-0494cab0b630
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar