"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2016 17:45 „Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“ Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
„Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11