Erlent

Utanríkisráðherra Frakklands segir af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Laurent Fabius.
Laurent Fabius. Vísir/EPA
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti. Hann segist hafa verið á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í dag. Hann er annar ráðherrann sem segir af sér á tveimur vikum.

Fabius hefur ekki sagt til um afhverju hann er að segja af sér, en samkvæmt frétt BBC er verið að stokka upp í ríkisstjórn Frakklands.

Hann var forsætisráðherra Frakklands á níunda áratug síðustu aldar og er Fabius talin vera arkitekt utanríkisstefnu landsins undanfarin þrjú ár. Frakkar hafa barist við vígamenn í Malí og tekið þátt í loftárásum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak.

Talið er að Francois Hollande muni tilnefna hann sem formann stjórnarskrárdómstóls Frakklands. Ekki liggur fyrir hver muni taka við af honum sem utanríkisráðherra.


Tengdar fréttir

Dómsmálaráðherra Frakklands segir af sér

Christine Taubiramótmælir með þessu tillögum um stjórnarskrárbreytingar sem fela í sér að hægt verði að ógilda franskan ríkisborgararétt dæmdra hryðjuverkamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×