Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 20:40 Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil. Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil.
Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07