Handbolti

Þrettándi sigurinn í röð hjá Kiel

Alfreð gefur hér skipanir til leikmanna sinna í leik með Kiel.
Alfreð gefur hér skipanir til leikmanna sinna í leik með Kiel. Vísir/getty
Kiel vann sannfærandi 26-21 sigur á Füsche Berlin á heimavelli í dag en með sigrinum nær Kiel tveggja stiga forskoti á Rhein-Neckar Löwen í bili en Löwen á leik til góða.

Var þetta þrettándi sigurleikur Kiel í röð en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hafa verið á góðu skriði í deildinni. Bjarki Már Elísson komst á blað hjá Berlínarrefunum með eitt mark

Kiel náði forskotinu strax í upphafi leiks og leiddi 14-10 í hálfleik en meira jafnræði var í seinni hálfleik. Berlínarrefunum tókst hinsvegar ekki að ógna forskoti Kiel sem fagnaði að lokum fimm marka sigri.

Þá þurftu Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer HC að sætta sig við tap gegn Gummersbach á heimavelli 23-24 og situr Bergischer áfram í fallsæti.

Þetta var sjötti tapleikur Bergischer í röð en Arnór komst á blað með þrjú mörk í leiknum, þar af eitt af vítalínunni. Þá stal hann boltanum í tvígang í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×