Handbolti

Öruggt hjá Barca í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Guðjón Valur fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/AFP
Barcelona vann öruggan sigur á sænska liðinu Kristianstad, 31-24, í Meistaradeild Evrópu í Svíþjóð í kvöld. Barcelona náði mikilli forystu strax í fyrri hálfleik og var sigur liðsins aldrei í hættu.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö marka spænska liðsins en það fyrra var 500. mark hans í Meistaradeild Evrópu. Ólafur Guðmundsson, skoraði eitt mark fyrir sænska liðið.

Barcelona er nú með fjögurra sitga forystu á toppi B-riðils og með fjögurra stiga forystu á pólska liðið Kielce, sem á tvo leiki eftir í riðlinum en Barcelona einn.

Kristianstad er í sjöunda sætinu með fimm stig og á ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar.

Þá var einnig spilað í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ricoh tapaði fyrir Redbergslid á heimavelli, 26-25. Tandri Már Konráðsson skoraði sex mörk fyrir Ricoh og Magnús Óli Magnússon þrjú. Ricoh er í tíunda sæti deildairnnar með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×