Fótbolti

Ísland fékk bronsið eftir vítaspyrnukeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir steig upp í markinu á örlagastundu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir steig upp í markinu á örlagastundu. vísir/getty
Ísland tryggði sér bronsið á Algarve-mótinu með sigri á Nýja-Sjálandi eftir vítaspyrnukeppni í dag.

Það var Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sem kom Íslandi yfir um miðjan fyrri hálfleik. Hún var eini leikmaðurinn í íslenska hópnum sem átti eftir að fá tækifæri á mótinu og var fljót að nýta tækifærið.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka þá náði lið Nýja-Sjálands að jafna metin með glæsilegu marki. Gott skot sem fór í stöngina og inn.

Engin framlenging er í úrslitaleikjunum og því var gripið beint til vítaspyrnukeppni.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir skoruðu allar úr spyrnum íslenska liðsins. Því miður gerði Nýja-Sjáland það líka og því varð að grípa til bráðabana.

Guðbjörg Gunnarsdóttir varði fyrstu spyrnu Nýsjálendinganna og Sandra María Jessen tryggði Íslandi svo sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×