„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2016 08:44 Samsett mynd/Vísir/Getty Teitur Guðmundsson, læknir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu sem viðurkenndi í fyrradag að hún hefði fallið á lyfjaprófi. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Hún sagði hins vegar á blaðamannafundi að það hefði farið fram hjá henni að efnið meldóníum hafi verið sett á bannlista um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Teitur sagði í viðtalinu, sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan, að Sharapova sé íþróttamaður í fremstu röð sem hafi verið lengi á toppnum og unnið allt sem hægt er að vinna, auk þess að þéna miklar fjárhæðr. „Svo kemur fram að hún hefur að eigin sögn verið að taka þetta lyf í tíu ár. Hún viðurkennir það,“ sagði Teitur.Vísir/GettyEigum við að trúa Sharapovu? „Eigum við að trúa því þegar þessi kona, sem að mínu viti hefur skrökvað upp í opið geðið á heiminum, að hún hafi ekki haft hugmynd um að hugsanlega væri hún að taka lyf sem myndi hafa áhrif á hennar íþróttamannslegu getu?“ „Það er alveg klárt að lyfið virðist hafa þá verkun. Enda er búið að setja það inn á listann [yfir ólögleg lyf],“ bætti Teitur við. Sjá einnig: Tennisdrottning hrynur af stalli „Þetta hefur ítrekað gest í gegnum tíðina. Það er í lagi að nota eitthvað svo lengi sem það er á listanum. Svo þegar það kemur á listann, þá eru sumir sem fatta það ekki og falla.“ „Á hverju ári bætast við lyf. Ekki bara sterar, heldur hormón og ýmislegt annað. Örvandi efni. Það er ótrúlegt magn af efnum á listanum sem fólk getur notað til að bæta árangur sinn,“ segir Teitur og bendir á að íþróttamenn hafi gengið svo langt að nota krabbameinslyf til að fela notkun á testósteróni.Vísir/GettyÞáttur læknanna „Það eru svo margir að eltast við að bæta árangur sinn að þeir gera sér ekki grein fyrir aukaverkunina sem hlýst af notkun lyfjanna - fyrir utan siðferðislega þáttinn sem fylgir því að svindla,“ segir Teitur og nefnir að mögulegar aukaverkanir, svo sem stækkun hjartans, geðsveiflur, beinvöxt, hækkun blóðþrýstings auk þess sem að mörg lyf geti virkað sem bensín á krabbamein. Sjá einnig: Sharapova átti hugsanlega að vita betur Íþróttamennirnir sjálfir bera á endanum ábyrgð á því hvað fer inn í þeirra líkama en Teitur segir að það verði að velta fyrir sér hlutverki lækna þeirra. „Ef þú hefur verið læknir Sharapovu í tíu ár og gefið henni lyf sem eiga að meðhöndla hjartasjúkdóm og blóðþurrð í hjartavöðva af því að þú ert með kransæðasjúkdóm ... heldur þú að þessi kona sé með kransæðasjúkdóm? Hvers konar della er þetta eiginlega?“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00 Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45 Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Teitur Guðmundsson, læknir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu sem viðurkenndi í fyrradag að hún hefði fallið á lyfjaprófi. Efnið meldonium fannst í Sharapovu en hún hefur notað það í tíu ár af heilsufarsástæðum. Hún sagði hins vegar á blaðamannafundi að það hefði farið fram hjá henni að efnið meldóníum hafi verið sett á bannlista um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? „Síðustu tíu ár hef ég fengið lyfið mildronate frá fjölskyldulækninum. Er mér var tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófi þá komst ég að því að þetta lyf er einnig kallað meldonium. Ég vissi það ekki.“ Teitur sagði í viðtalinu, sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan, að Sharapova sé íþróttamaður í fremstu röð sem hafi verið lengi á toppnum og unnið allt sem hægt er að vinna, auk þess að þéna miklar fjárhæðr. „Svo kemur fram að hún hefur að eigin sögn verið að taka þetta lyf í tíu ár. Hún viðurkennir það,“ sagði Teitur.Vísir/GettyEigum við að trúa Sharapovu? „Eigum við að trúa því þegar þessi kona, sem að mínu viti hefur skrökvað upp í opið geðið á heiminum, að hún hafi ekki haft hugmynd um að hugsanlega væri hún að taka lyf sem myndi hafa áhrif á hennar íþróttamannslegu getu?“ „Það er alveg klárt að lyfið virðist hafa þá verkun. Enda er búið að setja það inn á listann [yfir ólögleg lyf],“ bætti Teitur við. Sjá einnig: Tennisdrottning hrynur af stalli „Þetta hefur ítrekað gest í gegnum tíðina. Það er í lagi að nota eitthvað svo lengi sem það er á listanum. Svo þegar það kemur á listann, þá eru sumir sem fatta það ekki og falla.“ „Á hverju ári bætast við lyf. Ekki bara sterar, heldur hormón og ýmislegt annað. Örvandi efni. Það er ótrúlegt magn af efnum á listanum sem fólk getur notað til að bæta árangur sinn,“ segir Teitur og bendir á að íþróttamenn hafi gengið svo langt að nota krabbameinslyf til að fela notkun á testósteróni.Vísir/GettyÞáttur læknanna „Það eru svo margir að eltast við að bæta árangur sinn að þeir gera sér ekki grein fyrir aukaverkunina sem hlýst af notkun lyfjanna - fyrir utan siðferðislega þáttinn sem fylgir því að svindla,“ segir Teitur og nefnir að mögulegar aukaverkanir, svo sem stækkun hjartans, geðsveiflur, beinvöxt, hækkun blóðþrýstings auk þess sem að mörg lyf geti virkað sem bensín á krabbamein. Sjá einnig: Sharapova átti hugsanlega að vita betur Íþróttamennirnir sjálfir bera á endanum ábyrgð á því hvað fer inn í þeirra líkama en Teitur segir að það verði að velta fyrir sér hlutverki lækna þeirra. „Ef þú hefur verið læknir Sharapovu í tíu ár og gefið henni lyf sem eiga að meðhöndla hjartasjúkdóm og blóðþurrð í hjartavöðva af því að þú ert með kransæðasjúkdóm ... heldur þú að þessi kona sé með kransæðasjúkdóm? Hvers konar della er þetta eiginlega?“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00 Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45 Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00
Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45
Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44
Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15