Skoðun

Umbrotakerfið

Óskar Guðmundsson skrifar
Hvernig ætlum við okkur að byggja upp réttlátt samfélag eftir upp- og yfirgang „hrunsins“ hvar tryggt er að „jöfnuður“ sé það sama og „jafnt gefið“ og þá að slíkt tryggi „jafnræði“?

Óánægjualdan sem nú ríður yfir þjóðfélagið tel ég vera nánast að öllu leyti vegna þeirra mistaka og hreinlega lögbrota sem kjararáð fremur á eigin lögum, þ.e.a.s. lögum 47/2006 og í framhaldi “tregðu” stjórnvalda til að ganga í málið, þá og sérstaklega vegna umræðu um hækkanir bótaflokka er ræddir voru samhliða úrskurði kjararáðs.

20% hækkun eftir 20% lækkun þarf að vera af svipaðri tölu svo að tiltölulega jafnt sé eftir.

Ef 350.000 lækka um 20% (70.000) og 200.000 hækka um 20% (40.000) munar enn 30.000 eða 43%.

- Almenningur þrumar þá: „Þú étur ekki prósentu“.

- Ráðamaður svarar þá:„Þú étur ekki krónur heldur“…. og hefur þá rangt fyrir sér.

Prósentur er ekki eitthvað sem hægt er að fara með út í búð og fá matvörur fyrir.

Krónur eru þó ígildi vinnu eða framlags og látum við þær í skiptum fyrir vörur í skipti-hagkerfi.

Í lögum um kjararáð 47/2006 segir í 4. málsgrein 8. greinar: „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði 2015 höfðu launaþróunartryggingu og hækkun þar af því ekki í prósentum heldur í krónum (27.111) en kjósi menn þó að reikna slíkt í prósentur þá skal slíkt reiknast á miðgildi.

Stærð opinbers vinnumarkaðar er um 22% á móti 78% almenns vinnumarkaðar.

9,3% á 550.000 (opinber) og 5,4% 500.000 (almennur)

22% gildi 9,3% á 550.000 = 0,22 x 51.150 = 11.253

78% gildi 5,4% á 500.000 = 0,78 x 27.111 = 21.147

11.253 + 21.147 = 32.400.

Samkvæmt þessu hefði allir undir kjararáði átt að hækka um sömu krónutölu, 32.400.

Hefði það verið gert hefði auðveldlega mátt hækka alla bótaflokka um slíkt hið sama.

Þá hefði verið „rétt gefið“ og almenningur hefði með réttu „sigrað heiminn“.

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

Með spekingslegum svip og taka í nefnið.

(og með glöðu geði er gjarnan sett að veði)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til

því það er nefnilega vitlaust gefið.



Steinn Steinarr.




Skoðun

Sjá meira


×