Boltinn er hjá velferðarráðuneytinu Pétur Magnússon skrifar 8. mars 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. birtist grein eftir formann kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þar sem fram kemur að þegar eldri borgari fari á hjúkrunarheimili taki Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Sé það líkast eignaupptöku. Jafnframt segir í greininni að stjórnvöld íhugi að breyta fyrirkomulaginu en hjúkrunarheimilin leggist gegn því. Þetta er alrangt. Undirrituðum er ekki kunnugt um hjúkrunarheimili sem er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi enda hafa þau verið sett í hlutverk innheimtufulltrúa fyrir ríkisvaldið, hlutverk sem þau hafa aldrei beðið um að fá að taka að sér. Greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum er ákvarðað af stjórnvöldum einum og hjúkrunarheimilin hafa ekkert um málið að segja. Tryggingastofnun reiknar greiðsluþátttöku hvers og eins út frá skattframtali viðkomandi, fjárhagslegum eigum og fleiri atriðum sem hjúkrunarheimilin hafa enga vitneskju um. Að loknum útreikningi fá hjúkrunarheimilin greidda upphæð sem ekki svarar til raunkostnaðar og hefur ekki gert um árabil. Frádregin er svo sú upphæð sem viðkomandi einstaklingur á að greiða til heimilisins. Því þurfa hjúkrunarheimilin að innheimta hjá heimilisfólki það sem upp á vantar og það er staða sem við erum mjög mótfallin.Jaðrar við mannréttindabrot Að mínu mati mati jaðrar núverandi kerfi við mannréttindabrot. Líkt og Landssamband eldri borgara hefur ályktað um, höfum við á Hrafnistuheimilunum hvatt stjórnvöld til að breyta fyrirkomulaginu til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Sem framlag til þeirrar nauðsynlegu undirbúningsvinnu sem þarf að eiga sér stað sendi Hrafnista erindi til velferðarráðuneytisins á síðasta ári þar sem ráðuneytið var hvatt til dáða í þessum efnum. Hrafnista bauð ráðuneytinu jafnframt fulltrúa í vinnuhóp til þess að vinna að málinu og að nýtt kerfi yrði prufukeyrt á einu til tveimur Hrafnistuheimilum í tilraunarskyni. Í stuttu máli felst hugmynd um nýtt fyrirkomulag í því að hver íbúi hjúkrunarheimilis haldi fjárhagslegu sjálfstæði, ólíkt því sem er í dag. Viðkomandi greiddi þá fyrir fæði, húsnæði, þvott og þrif, allt eftir því hvaða þjónustu viðkomandi kysi að notfæra sér. Þá myndi viðkomandi jafnframt greiða húsaleigu í samræmi við fermetrafjölda og gæði húsnæðisins. Önnur þjónusta væri valfrjáls. Kostnaður vegna umönnunar, þjónustu læknis- og hjúkrunar yrði greiddur af stjórnvöldum. Fulltrúi velferðarráðuneytisins kynnti þessa hugmynd á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir nokkrum árum. Þar var henni vel tekið og hvatt til þess að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Boltinn er því hjá velferðarráðuneytinu sem vonandi kemst í þetta mikilvæga mál sem allra fyrst. Þess má geta hér í lokin að á síðasta ári var gerð könnun meðal 600 íbúa á Hrafnistuheimilunum sem sýndi að 42% þátttakenda greiddu ekkert fyrir búsetu á Hrafnistu. Um 21% greiddi innan við 49 þúsund krónur á mánuði. Samtals greiða því rúmlega 60% íbúa á Hrafnistu lítið eða ekkert fyrir dvölina. Rétt er að taka fram að þessar upphæðir eru ekki viðbót við framlag ríkisins til starfseminnar heldur skerðir ríkið framlag sitt sem þessu nemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. birtist grein eftir formann kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þar sem fram kemur að þegar eldri borgari fari á hjúkrunarheimili taki Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Sé það líkast eignaupptöku. Jafnframt segir í greininni að stjórnvöld íhugi að breyta fyrirkomulaginu en hjúkrunarheimilin leggist gegn því. Þetta er alrangt. Undirrituðum er ekki kunnugt um hjúkrunarheimili sem er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi enda hafa þau verið sett í hlutverk innheimtufulltrúa fyrir ríkisvaldið, hlutverk sem þau hafa aldrei beðið um að fá að taka að sér. Greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum er ákvarðað af stjórnvöldum einum og hjúkrunarheimilin hafa ekkert um málið að segja. Tryggingastofnun reiknar greiðsluþátttöku hvers og eins út frá skattframtali viðkomandi, fjárhagslegum eigum og fleiri atriðum sem hjúkrunarheimilin hafa enga vitneskju um. Að loknum útreikningi fá hjúkrunarheimilin greidda upphæð sem ekki svarar til raunkostnaðar og hefur ekki gert um árabil. Frádregin er svo sú upphæð sem viðkomandi einstaklingur á að greiða til heimilisins. Því þurfa hjúkrunarheimilin að innheimta hjá heimilisfólki það sem upp á vantar og það er staða sem við erum mjög mótfallin.Jaðrar við mannréttindabrot Að mínu mati mati jaðrar núverandi kerfi við mannréttindabrot. Líkt og Landssamband eldri borgara hefur ályktað um, höfum við á Hrafnistuheimilunum hvatt stjórnvöld til að breyta fyrirkomulaginu til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Sem framlag til þeirrar nauðsynlegu undirbúningsvinnu sem þarf að eiga sér stað sendi Hrafnista erindi til velferðarráðuneytisins á síðasta ári þar sem ráðuneytið var hvatt til dáða í þessum efnum. Hrafnista bauð ráðuneytinu jafnframt fulltrúa í vinnuhóp til þess að vinna að málinu og að nýtt kerfi yrði prufukeyrt á einu til tveimur Hrafnistuheimilum í tilraunarskyni. Í stuttu máli felst hugmynd um nýtt fyrirkomulag í því að hver íbúi hjúkrunarheimilis haldi fjárhagslegu sjálfstæði, ólíkt því sem er í dag. Viðkomandi greiddi þá fyrir fæði, húsnæði, þvott og þrif, allt eftir því hvaða þjónustu viðkomandi kysi að notfæra sér. Þá myndi viðkomandi jafnframt greiða húsaleigu í samræmi við fermetrafjölda og gæði húsnæðisins. Önnur þjónusta væri valfrjáls. Kostnaður vegna umönnunar, þjónustu læknis- og hjúkrunar yrði greiddur af stjórnvöldum. Fulltrúi velferðarráðuneytisins kynnti þessa hugmynd á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir nokkrum árum. Þar var henni vel tekið og hvatt til þess að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Boltinn er því hjá velferðarráðuneytinu sem vonandi kemst í þetta mikilvæga mál sem allra fyrst. Þess má geta hér í lokin að á síðasta ári var gerð könnun meðal 600 íbúa á Hrafnistuheimilunum sem sýndi að 42% þátttakenda greiddu ekkert fyrir búsetu á Hrafnistu. Um 21% greiddi innan við 49 þúsund krónur á mánuði. Samtals greiða því rúmlega 60% íbúa á Hrafnistu lítið eða ekkert fyrir dvölina. Rétt er að taka fram að þessar upphæðir eru ekki viðbót við framlag ríkisins til starfseminnar heldur skerðir ríkið framlag sitt sem þessu nemur.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun