Skoðun

Hvalrekaskattur

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar
Hvert erum við eiginlega komin í þessu landi þar sem almenningur tók á sig hrun heils bankakerfis, að örfáir og útvaldir menn fái að valsa um og útfylla sinn eigin launaseðil? Þetta er algjörlega óásættanlegt í svona litlu þjóðfélagi. Fólkið í landinu horfir upp á spillinguna í Landsbankanum/Borgun, Straumi/ALMC og Arionbanka/Símanum og gapir. Stjórnvöld virðast vera úrræðalaus.

Spillingar- og sjálftökumál komu líka upp í Bretlandi eftir einkavæðingu Thatcher-áranna á opinberum fyrirtækjum, en Verkamannaflokkurinn gerði það að kosningamáli sínu 1997 að setja á svokallaðan hvalrekaskatt, þ.e. „windfall levy“, á ýmsa gjafagjörninga hinna örfáu og útvöldu. Þessi eyrnamerkta skattlagning heppnaðist afar vel og naut mikilla vinsælda.

Af hverju förum við ekki í smiðju Breta og setjum á háan hvalrekaskatt, t.d. 90% á bankabónusa og aðra sjálftökugjörninga? Já, af hverju ekki?




Skoðun

Sjá meira


×