Kreppa og kratafár Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Bréf Árna Páls til Samfylkingarfólks hefur vakið miklar vangaveltur. Ekki aðeins um stöðu flokksins og formannsins, heldur einnig um ástæður fyrir vaxandi hrakförum krataflokka víða um Evrópu. Bréfið ber þess merki að formanni Samfylkingarinnar finnst að sér þjarmað og svarar með því að vísa ábyrgðinni á gengi flokksins frá sjálfum sér og til flokksins í heild. Þó að skýringar Árna Páls á málinu séu yfirborðslegar þá kemst hann ekki hjá því að gagnrýna stefnu síðustu ríkisstjórnar. Sú gagnrýni rímar að nokkru leyti við sjónarmið sem komu fram innan stjórnarflokka þess tíma og því ekki hægt að segja að þau hafi ekki komið fram tímanlega til að verða að gagni.Hvað er vinstristefna? Ef Árni Páll ætlar að vera marktækur í sínu uppgjöri verður hann að útskýra hvers vegna ekki var hlustað á gagnrýni af þessum sama toga þegar ríkisstjórnin var að störfum og ákvarðanir voru teknar. Hann verður líka að fara dýpra og segja t.d. hvernig hefði átt að taka sér stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. Hefði það t.d. falið í sér að reka bankana á félagslegum forsendum og taka á rót skuldavandans með því að lækka vexti húsnæðislánanna niður í næstum ekkert, í stað þess að afhenda bankana svokölluðum kröfuhöfum til að blóðmjólka fólkið og reka þúsundir þeirra fátækustu út á götu? Vinstristefna snýst nefnilega ekki um það hve mikið betlifé má klípa út úr auðvaldinu á hverjum tíma heldur að breyta aðferðunum við að skipta gæðum samfélagsins. Það hafa aftur á móti flokkar sem kenna sig við sósíaldemókratí víðast hvar ekki þorað eða viljað. Þess í stað hafa þeir tekið að sér að velta afleiðingum kreppunnar yfir á fátæka alþýðu og tryggja að auðstéttin haldi fengnum hlut. Það er í stuttu máli innihaldið í stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG fyrir fáum árum og það sama er upp á teningnum í mörgum löndum. Víðast hafa þessir flokkar goldið fyrir með miklu fylgistapi en þar með er ekki öll sagan sögð. Þetta kemur líka niður á heiðarlegum vinstriflokkum, sem af fullri alvöru berjast gegn alræði auðstéttarinnar og fyrir breyttu samfélagi. Vonbrigði með meinta vinstriflokka geta líka ýtt undir hvers konar fasistaflokka og aðra lýðskrumsflokka sem þrífast á glundroða, óvissu og upplausn.Ekki einkamál Samfylkingarinnar Sjálfsgagnrýni Árna Páls er því ekki einkamál Samfylkingarinnar heldur snertir hún alla samfélagsgagnrýni frá vinstri. Auk þess beinist gagnrýnin ekki síður að samstarfsflokknum, VG. Ef einhver er heima á þeim bæ væri auðvitað sérstök ástæða til að heyra viðbrögð þeirra við þessari gagnrýni. En athygli vekur að títtnefnt bréf hefur ekki fengið mikil viðbrögð hjá forystumönnum annarra flokka þó að boðskapur þess þyki tíðindum sæta fyrir áræði. Það á eftir að koma í ljós hvort það var skrifað af hugrekki eða í nauðvörn til að bjarga eigin skinni. Einnig á eftir að koma í ljós hvort umræðan verður málefnaleg eða snýst eingöngu um hugsanlegan eftirmann. Þegar allt um þrýtur má vísa til ummæla Óttars Proppé um áhuga fyrir R-lista ævintýri. Kannski verður R-listinn eina svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Bréf Árna Páls til Samfylkingarfólks hefur vakið miklar vangaveltur. Ekki aðeins um stöðu flokksins og formannsins, heldur einnig um ástæður fyrir vaxandi hrakförum krataflokka víða um Evrópu. Bréfið ber þess merki að formanni Samfylkingarinnar finnst að sér þjarmað og svarar með því að vísa ábyrgðinni á gengi flokksins frá sjálfum sér og til flokksins í heild. Þó að skýringar Árna Páls á málinu séu yfirborðslegar þá kemst hann ekki hjá því að gagnrýna stefnu síðustu ríkisstjórnar. Sú gagnrýni rímar að nokkru leyti við sjónarmið sem komu fram innan stjórnarflokka þess tíma og því ekki hægt að segja að þau hafi ekki komið fram tímanlega til að verða að gagni.Hvað er vinstristefna? Ef Árni Páll ætlar að vera marktækur í sínu uppgjöri verður hann að útskýra hvers vegna ekki var hlustað á gagnrýni af þessum sama toga þegar ríkisstjórnin var að störfum og ákvarðanir voru teknar. Hann verður líka að fara dýpra og segja t.d. hvernig hefði átt að taka sér stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. Hefði það t.d. falið í sér að reka bankana á félagslegum forsendum og taka á rót skuldavandans með því að lækka vexti húsnæðislánanna niður í næstum ekkert, í stað þess að afhenda bankana svokölluðum kröfuhöfum til að blóðmjólka fólkið og reka þúsundir þeirra fátækustu út á götu? Vinstristefna snýst nefnilega ekki um það hve mikið betlifé má klípa út úr auðvaldinu á hverjum tíma heldur að breyta aðferðunum við að skipta gæðum samfélagsins. Það hafa aftur á móti flokkar sem kenna sig við sósíaldemókratí víðast hvar ekki þorað eða viljað. Þess í stað hafa þeir tekið að sér að velta afleiðingum kreppunnar yfir á fátæka alþýðu og tryggja að auðstéttin haldi fengnum hlut. Það er í stuttu máli innihaldið í stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG fyrir fáum árum og það sama er upp á teningnum í mörgum löndum. Víðast hafa þessir flokkar goldið fyrir með miklu fylgistapi en þar með er ekki öll sagan sögð. Þetta kemur líka niður á heiðarlegum vinstriflokkum, sem af fullri alvöru berjast gegn alræði auðstéttarinnar og fyrir breyttu samfélagi. Vonbrigði með meinta vinstriflokka geta líka ýtt undir hvers konar fasistaflokka og aðra lýðskrumsflokka sem þrífast á glundroða, óvissu og upplausn.Ekki einkamál Samfylkingarinnar Sjálfsgagnrýni Árna Páls er því ekki einkamál Samfylkingarinnar heldur snertir hún alla samfélagsgagnrýni frá vinstri. Auk þess beinist gagnrýnin ekki síður að samstarfsflokknum, VG. Ef einhver er heima á þeim bæ væri auðvitað sérstök ástæða til að heyra viðbrögð þeirra við þessari gagnrýni. En athygli vekur að títtnefnt bréf hefur ekki fengið mikil viðbrögð hjá forystumönnum annarra flokka þó að boðskapur þess þyki tíðindum sæta fyrir áræði. Það á eftir að koma í ljós hvort það var skrifað af hugrekki eða í nauðvörn til að bjarga eigin skinni. Einnig á eftir að koma í ljós hvort umræðan verður málefnaleg eða snýst eingöngu um hugsanlegan eftirmann. Þegar allt um þrýtur má vísa til ummæla Óttars Proppé um áhuga fyrir R-lista ævintýri. Kannski verður R-listinn eina svarið.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar