Handbolti

Ólafur fagnaði eftir Íslendingaslaginn við Tandra og Magnús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad eru í góðum málum á toppnum.
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad eru í góðum málum á toppnum. Mynd/Kristianstad
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu fimm marka heimasigur á Ricoh í slag tveggja Íslendingaliða í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad tapaði aðeins sínum öðrum deildarleik á tímabilinu á mánudagskvöldið en liðið hafði þá tapað tveimur Meistaradeildarleikjum í röð.

Kristianstad-menn tókst að enda þessa þriggja leikja taphrinu með góðum sigri í kvöld og liðið er áfram á toppi sænsku deildarinnar.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í þessum 27-22 sigri en hann gaf einnig 2 stoðsendingar. Tandri Már Konráðsson skoraði þrjú mörk fyrir lið Ricoh og Magnús Óli Magnússon var með eitt mark.

Kristianstad var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, eftir að hafa náð mest fjögurra marka forystu í hálfleiknum. Ólafur var með 1 mark og 2 stoðsendingar í hálfleiknum en Tandri skoraði eitt mark fyrir hlé. Magnús Óli skoraði ekki á fyrsta hálftímanum en gaf eina stoðsendingu.

Kristianstad hefur nú unnið 24 af 26 deildarleikjum sínum og er með átta stiga forskot á Alingsås sem tapaði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×