Ert þú samkeppnislagabrjótur? Lárus S. Lárusson skrifar 2. mars 2016 14:51 Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið eru afar ólíkar stofnanir. Að jafnaði fer lítið fyrir verkum Persónuverndar á meðan störf Samkeppniseftirlitsins virðast vera sífelldur fréttamatur. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa hjá báðum þessum stofnunum og af þeim sökum þykir mér sérstaklega spennandi þegar leiðir þessara ólíku stjórnvalda liggja saman, jafn sjaldan og það gerist. Einn slíkur hvítur hrafn sást í nóvember sl. en fékk litla athygli. Engu að síður var um stórt mál að ræða sem hefur umtalsverð áhrif á verklag hjá Samkeppniseftirlitinu. Um var að ræða ungan mann sem á námsárum sínum hafði starfað í þjónustuveri hjá tilteknu fyrirtæki. Síðar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að þetta tiltekna fyrirtæki hefði brotið ákvæði samkeppnislaga. Hafði Samkeppniseftirlitið m.a. framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu og lagt hald á ýmis gögn. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var ungi maðurinn nafngreindur og rakin samskipti sem hann hafði tekið þátt í. Unga manninum fannst það fráleitt að hann skyldi vera nafngreindur í stjórnvaldsákvörðun sem varðaði lögbrot fyrrverandi vinnuveitanda hans. Eftir að hafa árangurslaust farið þess á leit við Samkeppniseftirlitið að nafn hans yrði afmáð úr ákvörðuninni kvartaði hann til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að nafnbirtingin væri ólögmæt og lagði fyrir Samkeppniseftirlitið að afmá nafn mannsins. Það athyglisverða við þetta mál er að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sérstaka heimild í lögum til þess að vinna með persónuupplýsingar og þarf stofnunin að styðjast við almennar heimildir í 8. og 9. gr. persónuverndarlaga. Engu að síður hefur það verið athugasemdalaus venja að birta nöfn starfsmanna fyrirtækja sem eru til rannsóknar í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði sínum gerði Persónuvernd ekki athugsemd út af fyrir sig við þá venju að birta nöfn starfsmanna en benti á að til þess að nafnbirtingin gæti talist lögmæt þá þyrfti hún að vera nauðsynleg, s.s. vegna sönnunarfærslu. Í því samhengi benti stofnunin á að námsmaðurinn ungi hafi ekki gengt lykilhlutverki, hann hafi verið lágt settur starfsmaður í þjónustuveri, ekki borið slíka ábyrgð í starfi að skipt hafi sköpum og þátttaka hans í aðgerðum er vörðuðu brotin var lítil. Nafn hans hafi því ekki haft nein teljandi áhrif á sönnunarfærslu eða niðurstöðu málsins hjá Samkeppniseftirlitinu. Í þessu sambandi skal áréttað að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sett sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. um nafnbirtingar, eins og dómstólar hafa gert og löggæsluyfirvöld. Eftir situr að fjöldi einstaklinga hafa verið nafngreindir í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á brotum fyrirtækja óháð stöðu þeirra og ábyrgð hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þessir sömu einstaklingar hafa ekki haft færi á því að andmæla birtingunni enda njóta einstaklingar ekki aðildar að málum hjá Samkeppniseftirlitinu. Það er brýnt að ráðin verði bragarbót á þessu ástandi og er nærtækasta lausnin að Samkeppniseftirlitið setji sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim yrðu þá lögð viðmið um hvað teljist til nauðsynlegrar nafnbirtingar og jafnframt væri hægt að veita þeim einstaklingum andmælarétt sem til stendur að nafngreina. Með þessu væri aflétt því ástandi sem nú ríkir að fólk þurfi að leita réttar síns gagnvart Samkeppniseftirlitinu eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið eru afar ólíkar stofnanir. Að jafnaði fer lítið fyrir verkum Persónuverndar á meðan störf Samkeppniseftirlitsins virðast vera sífelldur fréttamatur. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa hjá báðum þessum stofnunum og af þeim sökum þykir mér sérstaklega spennandi þegar leiðir þessara ólíku stjórnvalda liggja saman, jafn sjaldan og það gerist. Einn slíkur hvítur hrafn sást í nóvember sl. en fékk litla athygli. Engu að síður var um stórt mál að ræða sem hefur umtalsverð áhrif á verklag hjá Samkeppniseftirlitinu. Um var að ræða ungan mann sem á námsárum sínum hafði starfað í þjónustuveri hjá tilteknu fyrirtæki. Síðar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að þetta tiltekna fyrirtæki hefði brotið ákvæði samkeppnislaga. Hafði Samkeppniseftirlitið m.a. framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu og lagt hald á ýmis gögn. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var ungi maðurinn nafngreindur og rakin samskipti sem hann hafði tekið þátt í. Unga manninum fannst það fráleitt að hann skyldi vera nafngreindur í stjórnvaldsákvörðun sem varðaði lögbrot fyrrverandi vinnuveitanda hans. Eftir að hafa árangurslaust farið þess á leit við Samkeppniseftirlitið að nafn hans yrði afmáð úr ákvörðuninni kvartaði hann til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að nafnbirtingin væri ólögmæt og lagði fyrir Samkeppniseftirlitið að afmá nafn mannsins. Það athyglisverða við þetta mál er að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sérstaka heimild í lögum til þess að vinna með persónuupplýsingar og þarf stofnunin að styðjast við almennar heimildir í 8. og 9. gr. persónuverndarlaga. Engu að síður hefur það verið athugasemdalaus venja að birta nöfn starfsmanna fyrirtækja sem eru til rannsóknar í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði sínum gerði Persónuvernd ekki athugsemd út af fyrir sig við þá venju að birta nöfn starfsmanna en benti á að til þess að nafnbirtingin gæti talist lögmæt þá þyrfti hún að vera nauðsynleg, s.s. vegna sönnunarfærslu. Í því samhengi benti stofnunin á að námsmaðurinn ungi hafi ekki gengt lykilhlutverki, hann hafi verið lágt settur starfsmaður í þjónustuveri, ekki borið slíka ábyrgð í starfi að skipt hafi sköpum og þátttaka hans í aðgerðum er vörðuðu brotin var lítil. Nafn hans hafi því ekki haft nein teljandi áhrif á sönnunarfærslu eða niðurstöðu málsins hjá Samkeppniseftirlitinu. Í þessu sambandi skal áréttað að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sett sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. um nafnbirtingar, eins og dómstólar hafa gert og löggæsluyfirvöld. Eftir situr að fjöldi einstaklinga hafa verið nafngreindir í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á brotum fyrirtækja óháð stöðu þeirra og ábyrgð hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þessir sömu einstaklingar hafa ekki haft færi á því að andmæla birtingunni enda njóta einstaklingar ekki aðildar að málum hjá Samkeppniseftirlitinu. Það er brýnt að ráðin verði bragarbót á þessu ástandi og er nærtækasta lausnin að Samkeppniseftirlitið setji sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim yrðu þá lögð viðmið um hvað teljist til nauðsynlegrar nafnbirtingar og jafnframt væri hægt að veita þeim einstaklingum andmælarétt sem til stendur að nafngreina. Með þessu væri aflétt því ástandi sem nú ríkir að fólk þurfi að leita réttar síns gagnvart Samkeppniseftirlitinu eftir á.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar