Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 21:12 Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira