Ungt fólk geti lent í fátækragildru Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Ungt fólk á í verulegum erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð. NordicPhotos/Getty Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu. Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu.
Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira