Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Birta Björnsdóttir skrifar 16. mars 2016 19:17 Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira